Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1954, Side 29

Ægir - 01.04.1954, Side 29
Æ G I R 91 sjóðsdeild bankans, er hér á landi engin lánsstofnun, sem hefur það hlutverk með höndum sérstaklega að lána fé til togara- kaupa. Máske er ekki, eins og nú stendur, mikil þörf fyrir Ián í þessu skyni. Það mun ekki þykja nú sérstaklega fýsilegt að auka togaraflotann. En ef ljreyting yrði á þessu og nýtt líf færðist aftur í þá útgerð, mundi mega telja eðlilega þróun þessara mála, að starfsemi Fiskveiðasjóðs vrði aukin með það fyrir augum. En þetta liggur ekki fyrir nú, enda sjálf- sagt nógan vanda við að stríða að afla Fisk- veiðasjóði viðbótarfjár til viðhalds og end- urnýjunar fiskibátaflotans. En hjá þvi verður ekki komizt. Er það tilgangurinn með flutningi þessarar þingsályktunartillögu, að Alþingi og ríkisstjórn leggist á eitt um að leysa þetta nauðsynjamál. Það mun vera nauðsynlegt, samhliða þeirri ákvörðun, sem tekin yrði með samþykkt þessarar tillögu, að breyta samtímis lögunum um Fiskveiða- sjóð á þann veg að hækka verulega þá heimild til lántöku sjóðnum til handa, sem þar er nú. Vitabyggingar. Á fundi sínum 10. marz s. 1. gekk vita- nefnd frá tillögum um hyggingu vita á yfir- standandi ári. Á fjárlögum þessa árs er veitt kr. 1 millj. lil byggingar vita og vitavarðabústaða og verður að telja það algerlega ófullnægjandi svo mikið sem enn er ógert á sviði vita- bygginga og knýjandi nauðsyn er á að framkvæmt verði. Gert er ráð fyrir því, að einungis verði unnt að byggja þrjá vita á þessu ári, þar af 2 ljósvita og einn radiovita. Verða vitarnir þessir: 1. Lundey á Skjálfanda. 2. Eystra Horn. 3. Malarrifi, radioviti. Þá verður enn fremur unnið að byggingu vitavarðarbústaðar á Dalatanga. Enn fremur óskaði nefndin eftir því að reist verði siglingáljós, er leiði fyrir Iðu- sker inn á Breiðdalsvik.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.