Ægir - 01.09.1954, Page 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
47. árg. | Reykjavík — september 1954 | Nr. 9
„Nýir landvinningar'1.
Sá rauði þráður mannkynssðgunnar
leynist engum, sem les með athygli, hvernig
fjölmargar þjóðir byggja upp veldi sitt með
landvinningum. Ýmist eru numin lönd lítt
eða ekki byggð eða þjóðir skáka sér til og
hrifsa af nágrannanum heilt eða hálft. Ný-
Iendur verða til, og yfir hlut þeirra, sem
þar búa, er setið og reynt að draga þaðan
ríkuleg auðævi herraþjóðum til gagns. Slík-
ir viðburðir verða sjaldnast með friði,
heldur ofbeldi og vígaferlum.
íslendingar hafa aldrei ástundað land-
vinninga i svipaðri merkingu og margar
aðrar þjóðir. Þeirra barátta hefur lengst af
beinzt að því að reyna að þreyja þorra og
góu i sínu eigin landi og öðlast á því óskor-
aðan eignarrétt. Þessi barátta hefur að visu
verið hörð, en ætíð borið svip hins frið-
sama manns. — Undanfarið hefur land-
vinningastefna íslendinga verið í því fólgin
að færa út túnið, hefta uppblástur gróður-
lenda, undirbúa ræktun nytjaskógs, nýta
hita jarðar og vatnsafl og síðast en ekki
sízt að leita uppi auðlindir i hafi og hag-
nýta sér þær. Vitnisburðurinn um árangur-
inn af þessari landvinningastefnu eru
framfarirnar, sem orðið hafa á íslandi
undanfarna áratugi, lifskjörin, sem þjóðin
býr nú við.
Meðan íslendingar áttu einungis smá-
horn til að fleyta sér á út fyrir fjörusteina,
voru möguleikar þeirra til að leita að nýj-
um auðlindum i hafi — nýjum fiskimið-
um — nijög litlir, en þó eru dæmi þess,
að það lánaðist. Hið frábæra hákarlamið
undan Jökli, Þórðarforir, var fundið önd-
verðlega á öldinni, sem leið, og ber nafn
finnandans. Hið ágæta hákarlamið Vest-
firðinga, Djúpálsrif, sem er eigi langt und-
an Halamiðum, vottar um það, að menn
voguðu langt á haf út í leit að nýjum
fiskimiðum, þótt farkosturinn væri ekki
stór. Enginn getur nefnt í tölum, hve arð-
bær þessi fiskimið revndust þjóðinni, meðan
hákarlslýsi var verðmætasta útflutnings-
vara landsmanna, en um gagnið af þessum
auðlindafundum þarf hins vegar ekki að
efa.
Siðan togari kom fyrst á Halamið, eru
liðin 33 ár. Hve mikil auðævi hafa verið
ausin úr þeirri námu veit enginn, en geipi-
leg eru þau. Selvogsbanki, Hvalbakur,
Hornbanki eru nöfn, sem tengd eru „land-
vinningasögu“ íslendinga. í þessa sögu bæt-
ast æ ný heiti, sem sjálfsagt eiga eftir að
vinna sér þegnrétt í hugum landsmanna á
borð við þau, sem áður eru greind.
Á öðrum stað í blaðinu er sagt ítarlega
frá fundi nýrra fiskimiða við Austur-Græn-
land. Þau hafa hlotið nafnið Jónsmið.
Kunnugum telst svo til, að útflutnings-
verðmæti þess karfa, sem isl. togarar hafa
aflað á Jónsmiðum fyrstu tvo mánuðina
eftir að þau fundust, muni nema 30—36
millj. króna.
Vafalaust er mörg matarholan enn ófund-
in í hafinu á þeirri víðáttu, sem ísl. tog-
arar fara um. Áframhaldandi landnám ísl.
togara byggist á fundi þeirra. Sú leit getur
oft orðið mikil og kostnaðarsöm, og þó
Framhald á bls. 230.