Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 6
212 Æ G I R þessi óvissa einkennir fiskveiðarnar meira en nokkuð annað og meira en nokkurn annan atvinnuveg. í gegnum aldirnar hafa menn þó lært að þekkja nokkuð lifnaðar- háttu nytjafiskanna og á seinustu áratug- um hafa vísindin einnig komið til. Reynslan og vísindin hafa kennt mönnum, að áltveðn- ar fisktegundir leita reglulega á vissum árstímum á ákveðin svæði, sein nefnd hafa verið fiskimið. Á erlendu máli hafa menn nefnt slík svæði banka, og gefur sú nafn- gift til kynna, að menn telja sig geta treyst á fiskimiðin eins og banka, sem vel er stjórnað. Á jiessum svæðum ganga menn að fiskinum vísum áratug eftir áratug og jafn- vel öld fram af öld. Fiskmergðin er þó ekki alltaf jafnmikil og getur þar ýmislegt vald- ið. Einnig kemur það fyrir, að fiskurinn virðist af einhverjum ástæðum hverfa af sínum venjulegum miðum, og orsakar það aflabrest hjá þeim flota, sem veiðarnar stundar. Þá kernur það og fyrir, að enda þótt mikil fiskigengd virðist vera á miðun- um, tekst ekki að ná fiskinum í öll þau veiðarfæri og með þeim aðferðum, sem á öðrum tímum hafa gefið góða raun. Þrátt fyrir allt þetta halda menn þó að jafnaði áfram að fara til veiða á venjulegum tímum í trausti þess, að fiskurinn taki upp sína fyrri háttu. Og sem betur fer verður mönn- um að jafnaði að vonum sínum í því efni. Er nú rétt að lita á síldveiðarnar í ljósi þess, sem hér var sagt. Síldveiðarnar eru tiltölulega ung grein fiskveiðanna hér við land. Um þorskveiðarnar er það að segja, að þar geta fiskimennirnir að ýmsu leyti byggt á reynslu margra kynslóða, að því er snertir fiskigöngur. Allt öðru máli gegnir með síldveiðarnar. Enn er ekki liðin heil öld frá því tekið var að veiða síld hér við land og enn skortir ár í rétta hálfa öld frá því teknar voru upp veiðar með herpinót, því veiðarfærinu, sem stórtækast hefur reynzt við síldveiðarnar. Það er því vart hægt að miða við meira en þessa hálfu öld, þegar metin er reynslan af síldveiðun- um hér við land. Og hver hefur svo reynslan verið? Að vísu kom það fyrir fram að árinu 1945, að afli brigðist á síldveiðunum og það till'innanlega, en þau ár voru algerar undan- tekningar og að jafnaði skeði slíkt ekki nerna eitt ár í senn. Seinasta áratuginn fyrir þann tíma hafði verið eitt aflaleysisár, 1935, en annars yfirleitt góð ár eða í meðal- lagi og tvö ár sérstaklega, 1940 og 1944, hin beztu, sem nokkurn tíma höfðu komið. Umskiptin urðu því heldur snögg, þegar veiðibresturinn sumarið 1945 skall á, og virtust menn í fyrstu eiga bágt með að átta sig á þeim. Enda var það engin furða eftir þá reynslu, sem fengizt hafði undan- farna áratugi. Menn fóru því ótrauðir til veiðanna næstu árin, enda urðu vonbrigðin ekki alltaf jafnsár, og þó mönnum sé tamt að telja öll árin frá 1945 aflaleysisár, þá hafa þau a. m. k. verið það í mjög mis- jöfnum mæli. Sé einnig tekið tillit til hins breylilega verðlags á síldinni og t. d. gengið út frá því verðlagi, sem verið hefur þrjú undanfarin ár, þá mundu sum af þeim ár- um, sem talin hafa verið aflaleysisár, hafa kornizt í tölu þeirra, sem telja hefðu mátt sæmileg fyrir útgerðina. En þrátt fyrir þetta verður því ekki neitað, að verulegar breytingar hafa orðið á, að því er snertir göngur síldarinnar upp að landinu og þar af leiðandi á veiðunum. I sumar má telja, að verið hafi 10. ver- tiðin, siðan þær breytingar hófust með svo skyndilegum liætti. Fyrri reynsla getur lítið kennt mönnum, hvernig þeir eiga að bregðast við því, sem hér liefur að höndum borið. Á meðan rnenn þekkja ekki hinar raunverulegu orsakir til breytinganna, er ekkert eðlilegra en að álykta sem svo, að breytingin til hins betra muni og geti skeð með nákvæmlega jafnskjótum og óvæntum hætti og hin fyrri breyting. Það er þvi alls ekki óeðlilegt, að menn freistist til þess enn í dag, þrátt fyrir þróun undanfarinna ára, en með tilliti til reynslu síðustu 50 ára af síldveiðunum og enn lengri af öðrum veiðum, að stefna skipum sínum til sild- veiða í þeirri trú, að breyttar aðstæður geti orðið til þess að skapa skilyrði til aukinnar veiði. Þessi trú manna, sem allar fiskveið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.