Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 8
214 Æ G I R þegar aflinn var með mesta móti. Leið þá vart sú vertíð, að eklci yrðu miklar lönd- unartafir vegna verksmiðjuskorts, og fóru þá oft geipimikil verðmæti forgörðum. Mið- að við þessa reynslu var því eðlilegast, að allt kapp væri á það lagt að auka verk- smiðjukostinn, þegar er aðstæður leyfðu. Undir lok styrjaldarinnar og fyrstu árin eftir voru afköst verksmiðjanna norðan- lands aukin um nær 70%, og mun láta nærri, að það fjármagn, sem fest var í þess- um framkvæmdum, hafi nurnið nær 100 milljónum króna, en miðað við núverandi verðlag mun verðmæti síldarverksmiðjanna norðanlands vera yfir 300 milljónir króna. Hér er um að ræða mikið fjármagn á okkar mælikvarða og raunar ekkert vit i öðru en að þess sé freistað til hins ítrasta að láta það ekki standa ónotað, en slíkt verður auðvitað eingöngu gert með þvi að láta skipin fara til sildveiða. Verði hætt að gera skipin út ti! síldveiða, er megin hluti þessa fjármagns dæmt til þess að liggja ónotað, og mundi það vart teljast viturleg ráðstöfun. Elcki stendur ósvipað á, að því er snertir síldarsöltunina. Sú atvinnugrein var lengi fram eftir það, sem síldveiðarnar byggðust að mestu leyti á, og í öllum veiðistöðvum norðanlands og nú á seinni árum einnig austanlands er jafnan mikill viðbúnaður til þess að taka á móti sild til söltunar. Er að sjálfsögðu mikið fjármagn bundið við þessa atvinnugrein, en um upphæðir veit ég ekki í því sambandi. Gildir hér allt hið sama og sagt var um síldarverksmiðjurnar. Þau þrjú atriði, sem hér hafa verið nefnd, það er veiðiflotinn, síldarverksmiðjurnar og söltunarstöðvarnar, hafa eitt sameigin- legt, allt þarfnast það mikils mannafla til starfrækslunnar. Að því er snertir veiði- flotann, þá byggist afkoma hans eklci hvað minnst á því, að hann sé mannaður dug- miklum kunnáttumönnum til veiðanna. Á þetta jafnt við um hverjar þær veiðar, sem stundaðar eru. Til þess að unnt sé að tryggja þetta, er það mjög veigamikið, að útgerðartími skipanna sé sem lengstur, og að ekki séu lengri frátafir milli vertíða en nauðsynlegt er. Er þess vart nokkur von, að unnt sé að tryggja flotanum góða starfs- krafta, ef skipunum er aðeins haldið úti reglulega hálft árið eða rúmlega það. Mun flestum vera þannig farið, að þeim er ekki mikið gefið um að skipta oft um atvinnu, og munu heldur forðast þær atvinnugrein- ar, sem ekki geta tryggt þeim sæmilega stöðuga atvinnu megin hluta ársins. Ef til sliks kæmi, að því er varðar bátaflotann, væri það mjög alvarlegt, ekki eingöngu með tilliti til síldveiðanna, heldur einnig og ekki síður með tilliti til annarra veiða. En hér stendur einnig líkt á fyrir verksmiðjunum og söltunarstöðvunum. Er ekki síður þýð- ingarmikið fyrir þessa aðila að hafa góða starfskrafta. Hefur þetta ef til vill verið mest áberandi undanfarin ár við síldar- söltunina, þar sem það hefur itrekað komið fyrir, að skort hefur æft fólk til verkunar- innar, sem krefst mikils flýtis og vand- virkni, ef vel á að fara. En rétt er að líta einnig á þetta mál frá annarri hlið, og það er sú hliðin, sem snýr að fólkinu sjálfu og atvinnulífinu á þeim stöðum, þar sem vinnsla sildarinnar fer fram. Aratugum saman hafa síldveiðarnar og verksmiðjurekstur og síldarsöltun í sam- bandi við þær verið mjög veigamikill þáttur i atvinnulífi flestra kaupstaða og kauptúna á Norðurlandi og yfir sumartimann alveg yfirgnæfandi. En einnig á veturna er at- vinnulífið á sumum stöðum háð síldveið- unum, svo sem á Siglufirði og Akureyri í sambandi við tunnuverksmiðjurnar. Afla- bresturinn á síldveiðunum hefur að sjálf- sögðu verið mjög þungbær fyrir þessa staði, og þeim mun þungbærari, sem þeir hafa verið háðari síldveiðunum. Sú óheillaþróun, sem hér hefur átt sér stað, hefur opnað augu manna fyrir því, hversu hættulegt getur verið að binda alla afkomu sína við eina atvinnugrein, og hefur það leitt til þess, að reynt hefur verið að styðja menn til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. En þrátt fyrir það verður ekki fram hjá þeirri staðreynd komizt, að atvinnuvonir fólksins hljóta svo lengi sem atvinnutæki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.