Ægir - 01.09.1954, Qupperneq 10
216
Æ G I R
veiðitímann og að þeir gætu ekki haldið
sjómönnunum á skipunum, nema unnt væri
að tryggja þeim atvinnu meginhluta árs-
ins. Þótti mér þessar upplýsingar hins
norska útgerðarmanns all eftirtektarverðar,
og veit ég, að svo mun vera um fleiri.
Margþætt vandamál.
Enda þótt ég hafi hér að framan leitazt
við að svara þeirri spurningu, sem verið
hefur á margra vörum undanfarin ár og
sérstaklega eftir hverja aflaleysisvertið,
hvort ekki væri rétt að hætta nú þessum
síldveiðum og snúa sér að einhverju öðru,
og svarað henni neitandi, þá var það engan
vegin ætlun mín að draga fjöður yfir það
alvarlega ástand, sem skapazt hefur vegna
hins minnkandi afla. Ég vildi aðeins vekja
athygli á því, hversu margþætt þetta vanda-
mál er og að það er raunverulega engin
lausn á því að svara spurningunni játandi.
Það væri alltof einfalt.
Rannsóknir síðari tíma hafa að vísu leitt
ýmislegt í Ijós í sambandi við göngur sild-
arinnar og ástand sjávarins, þótt ekki hafi
þær getað bent okkur á leiðir út úr vand-
anum enn sem komið er. Rannsóknunum
hafa nú verið sköpuð enn betri skilvrði
en áður hafa þekkzt hér á landi. Þannig
opnast nýir möguleikar til að svara mörg-
um þeim spurningum, sem enn er ósvarað
í þessu efni. En vera má, að hin breyttu
skilyrði við veiðarnar krefjist breyttrar
veiðitækni, og ber þá að athuga það gaum-
gæfilega og gera þær tilraunir, sem nauð-
synlegar verða taldar til þess að veiða megi
síldina, enda þótt hún hagi sér á nokkurn
annan hátt en sú veiðitækni, sem nú er
notuð, miðast við. En á meðan svo liorfir
sem nú gerir um veiðarnar með þeim tækj-
um, sem fyrir hendi eru, teldi ég mega
sýna nokkra varkárni við sildarútgerðina,
þannig að ekki væri eins miklu til hætt og
verið hefur undanfarið. Er mér þó full Ijóst,
að sá vegur er vandrataður, og visast i því
efni til þess, sem ég sagði hér að framan.
Tvær eða þrjár tölur geta e. t. v. skýrt
hversu bilið er mjótt, sem þarf að brúa, til
þess að veiðiflotinn og söltunarstöðvarnar
a. m. k. slýppu skaðlaust. Á tíu ára bilinu
1935/1944 var meðalafli á hverja nót um
hálft níunda þúsund mál. Náðist þessi
mikli meðalafli þrátt fjrrir miklar löndun-
artafir sum árin, vegna ónógs verksmiðju-
kosts. Næsla áratug á eftir til ársins í ár
lækkaði þetta meðalaflamagn á nót i tæp-
lega 2 000 mál. Hugsuin okkur nú, að afl-
inn hefði orðið 1 000 tn. meiri þessi ár að
meðaltali og hefði allt verið saltað. Flest ár-
in hefði það þýtt, að afkoma veiðiflotans og
söltunarstöðvanna hefði verið tryggð. Er
hér ekki um mikið magn að ræða miðað
við fyrri reynslu.
(Útvarpserindi flutt 21. sept. síðastl.)
Erfiðleikar
hjá spönskum sjávarútvegi.
Spönsk blöð hafa upp á síðkastið rætt
allmikið um kreppu hjá sjávarútvegi þar
í landi. Fullyrt er, að spænski fiskiflotinn
sé orðinn of gamall og of dýr í rekstri og
þar af leiðandi verði ríkið í enn stærri mæli
en fyrr að hjálpa við að endurnýja flotann.
Útgerðarkostnaðurinn verður að lækka. Það
hefur því verið lagt til, að ríkið greiði nokk-
uð af olíukostnaði útgerðarinnar.
Úr ýmsum áttum hefur verið lagt fast
að spönskum stjórnarvöldum að vernda
spanskan útveg fyrir erlendri samkeppni.
Samtímis því sem aflabrögð Spánverja hafa
verið fremur léleg, bæði á heimamiðum
sem fjarlægum fiskislóðum, hefur fram-
leiðslukostnaðurinn hækkað. Stjórnin hef-
ur því ekki komizt hjá að lána útveginum
250 millj. peseta. Þegar hafa verið greiddir
150 millj. pesetar, en afgangurinn greiðist
á næstu tveimur árum.