Ægir - 01.09.1954, Side 13
Æ G I R
219
Ný karfamið fundin viá Austur-Grænland.
Þegar karfi fór að þverra á miðum hér
við land og togararnir tóku að sækja á mið-
in við Vestur-Grænland, áttu framkvæmd-
arstjórar Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Haf-
steinn Bergþórsson og Jón Axel Pétursson,
þrásinnis tal um það við skipstjóra sína
og ýmsa aðra, að öll rök mæltu með því,
að fiskur, og þá sérstaklega karfi, myndi
vera á grunnmiðunum við Austur-Græn-
land, út af, suður og norður af Angmagsa-
lik. Flestir voru sammála um, að svo mundi
vera, en ýmsir töldu ís vera á þessu svæði
mestan hluta árs, mismunandi mikinn
eftir árstíðum og árum.
Árið 1952 lét Veðurstofa íslands Bæjar-
útgerðinni í té ísfregnir á þessum slóðum,
og kom í Ijós, að tiltölulega lítill ís var á
þessu svæði í júlí nema stærri borgarís-
jakar nærri landi.
Veðurstofan lét athuga svæðin á ný i
júnímánuði 1953, og þegar fréttir bárust
uin það, að mjög lítill ís væri við Austur-
Grænland, ákvað stjórn Bæjarútgerðarinn-
ar að fela skipstjóranum á Ingólfi Arnar-
syni, Sigurjóni Stefánssyni, að gera tilraun
«1 fiskveiða á þessum slóðum, en togarinn
var tilbúinn til saltfiskveiða við Vestur-
Grænland. Hinn 22. júní reyndi Ingólfur á
svipaðri breiddar- og lengdargráðu og nú
heita Jónsmið, og fékk um 5 smál. af karfa
í hali, eftir 45 mínútna tog. Karfi þessi var
sniár, aðeins % hlutar hirðandi. Hinn 28.
júní fór Hallveig Fróðadóttir á svipaðar
slóðir og Ingólfur hafði veitt á. Reynt var
til og frá, en aflinn var lítill og því minni,
seni nær dró landi. Eyddi skipið í leit þessa
tjórum dögum með mjög litlum árangri.
í júní siðastl. lét Veðurstofan Bæjarút-
gerðinni í té yfirlit yfir ís við Austur-
Grænland. Kom í Ijós, að tiltölulega lítill
ís var meðfram allri ströndinni frá Ang-
niagsalik og suður úr, eftir því sem unnt
var að gera sér grein fyrir, nema borgarís,
er tiltölulega nærri landi.
í ágúst var leitað eftir því við stjórn
Fiskimálasjóðs, að látinn væri í té fjár-
hagslegur stuðningur við áframhaldandi
leit við A.-Grænland. Að fengnu leyfi sjáv-
arútvegsmálaráðherra veitti stjórn Fiski-
málasjóðs loforð um fjárhagslegan stuðn-
ing, ef afli yrði ekki svo mikill í fiskileit-
inni, að ferð togarans svaraði ekki kostn-
aði, enda yrði fiskifræðingur með skipinu
og aðstoðaði við mælingar á sjávarhita við
hotninn og fleiri nauðsynlegar athuganir.
Fyrir eindregin tilmæli gaf dr. Hermann
Einarsson kost á sér til fararinnar, þrátt
fyrir að hann teldi sig vanbúinn að áhöld-
um til slíkrar farar.
Botnvörpungurinn Jón Þorláksson fór
siðan á veiðar hinn 21. ágúst og kom í
höfn 1. sept. með farm, er nam 284 780 kg,
þar af 283 780 kg af karfa, 110 kg lúðu og
890 kg af öðrum fiski. Samkvæmt umsögn
fiskmatsmanns er það sá bezti karfi, sem
landað hefur verið frá því á vertíð.
Vegalengdin á Jónsmið er um 340 sjó-
mílur, en þangað, sem lengst er sótt á karfa-
mið við Vestur-Grænland, á Fyllubanka, eru
1000 sjómílur, eða nær % lengri leið.
Er skemmst af því að segja, að í haust
hafa Jónsmið reynzt íslendingum mikil
auðsuppspretta svo sem lítillega er vikið
að í forustugrein blaðsins. Til þess að sem
nákvæmust mynd geymist af fund þessara
nýju karfamiða, fer hér á eftir xítdráttur úr
dagbók skipsins, en dr. Hermann Einars-
son tók hann sarnan:
Veiðiför til Austur-Grænlands
á togaranum „Jóni Þorlákssyni”.
Urdráttur úr dagbók.
Svo hefur um samizt með okkur Ólafi
Kristjánssyni skipstjóra, að ég tælci saman
skýrslu þessa um veiðarnar á austur-
grænlenzkum miðum, sem gerðar voru að
tilhlutan Bæjarútgerðar Reykjavíkur á tog-
aranum „Jóni Þorlákssyni“.