Ægir - 01.09.1954, Blaðsíða 15
Æ G I R
221
verður svampur. Miðun kl. 17.40 321 gráða
réttvísaiidi. Staðarákvörðun ætti þá að vera
um það bil 64°27' N. og 35°20' V.
Kl. 18.00. Gott tog, stór karfi, litill svamp-
ur. 1 marhnýtill.
Kl. 19.35. Togað NA. Sama og ekkert af
karfa. Lúða, blágóma, steinbítur, kolmunni,
gulllax og hlýri. Hlýramagar skoðaðir. Ein-
tóm skrápdýr, aðallega gorgonshausar.
Kl. 21.00. Litið af karfa. Mikill svampur.
Magar úr lilýra skoðaðir. Eintóm skráp-
dýr.
Kl. 22.00. Nú er togarinn Ólafur Jóhann-
esson kominn á miðin. Er hér um eina
sjómílu frá okkur. Kom hann hingað
samkvæmt tilvísun frá okkur.
Kl. 23.00. Hér er nú bezta veður, en
svört þoka. Toguðum á 195—200 fm. Slétt-
ur botn, nema vart verður smáhóla. Fall-
straumur er hér afar sterkur og ber suður.
Sennilega er suðurstraumur sterkari á öllu
svæðinu, sem við höfum farið um, og all-
miklu sterkari en okkur óraði fyrir. Þetta
stendur efalaust í sambandi við það, hvað
við höldum okkur nærri kantinum, en það
er gömul reynsla, að þar eru straumar
ávallt sterkastir, eins og útreikningar líka
hafa sýnt. í þessu hali eru um 4 tonn af
karfa eða kannske meira, en talsvert af
svampi. Karfastærðir heldur minni en í
dag, mest af stærðinni 34—44 cm. Híft í
6 pokum, þar af einn poki svampur. Suður-
tog.
Kl. 24.00. Ólafur Jóhannesson er að hifa
sitt fyrsta tog, hér rétt hjá okkur.
26. águst.
KI. 0.45. Litill poki. Fallegur karfi. Blá-
góma og lilýri. Konsulmiðun gefur staðar-
ákvörðun ca. 64°40' N„ 35°03' V.
Kl. 5.40. Miðun á „trafiklista“ 305 gráður
réttvísandi.
Næturhölin gáfu frekar lítið. Kl. 1.45.
Híft í einum poka. Þá varð óklárt einum
þrisvar sinnum og híft aftur kl. 9.00. Að-
eins nokkrar körfur. Misdýpi meira og nú
kippt suður, þar eð okkur hefur borið dá-
litið út af bezta svæðinu.
Kl. 11.30. Híft í tveim pokum. Mikill
svampur. Þetta tog var heldur grynnra.
Togað áfram suður.
KI. 13.30. Híft í tveim pokum. Mikill
svampur.
Kl. 14.30. Næst bezta halið, sem við höf-
um fengið. Fallegur karfi. Híft i þrem
pokum. Með karfanum talsvert af kol-
munna, en það var miklu minna um kol-
munna í togunum norðar. Enn fremur hlýri
og flyðrur og lítill marhnýtill.
KI. 16.30. Togað norður á bóginn yfir
saina svæði. Við erum nú á svæði þvi, sem
við köllum Jónsmið. Hér er botninn slétt-
ur, ekki mikill svampur og dýpi frá 192—
210 fm. Þetta er bezta hal túrsins hingað
til. Híft í fjórum pokum. Mæling gerð á
karfanum, sem er stór og fallegur.
Kl. 17.40. Miðun á „trafiklista" 309 gráð-
ur réttvísandi til Angmagsalik.
KI. 18.25. Annað ágætt tog. Híft í fjórum
pokum. Mjög lítill svampur. Auk karfa
aðallega kolmunni og gulllax, en auk þess
hlýri og upsi. Karfinn mældur. Togað
suður.
Kl. 20.20. Togað norður. Tveir pokar
fallegur karfi, sömu stærðir og áður. Auk
þess 6 þorskar og hlýrí.
Vírar eru notaðir sem hér segir:
Suðurtog 525 fm. í afturgálga.
Norðurtog 550 fm. í forarm.
Dýpi 195—200 fm.
KI. 22.10. Togað suður. Aðeins einn poki
og talsverður svampur með. Við hyggjuin,
að straumur hafi borið okkur noklcuð of
langt suður á bóginn og verður nú leitazt
við að komast aftur á sömu slóðir og við
vorum í dag.
27. ágúst.
Kl. 0.35. Góður poki hifaður, auk þess
annar með miklu af svampi.
Kl. 1.45. Tveir pokar. Talsverður svamp-
ur. >
Kl. 3.30. Einn poki. Talsverður svampur.
KI. 6.00. Skaufi, mest svampur.
Kl. 9.00. Híft í tveim pokum, þar af einn
poki svampur. Karfastærðir minni en í