Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1954, Page 24

Ægir - 01.09.1954, Page 24
230 Æ G I R Útfluttar sjávarafurðir 31. júlí 1954 og 1953 (frh.). Júlí 1954 Jan.—júli 1954 Jan.—júlí 1953 Magn Verð Magn Verð Magn Verð kg kr. kg kr. kg kr. Kúfiskur. Samtals » » » » 726 5 008 Bandaríkin .... » » » » 726 5 008 Þorskgall. Samtals » » » » 182 10 000 Kanada » » » » 182 10 000 Verðmæti samtals kr. » 53 911941 » 438 814 619 » 296 790 383 Skip og vélar. Framhald af bls. 218. fyrir hönd félagsins. Bauð hann viðstödd- uin að ganga um borð og' skoða skipið. Helgafell er smíðað í Óskarshöfn í Sví- þjóð. Það er 3250 rúml. að stærð og lestar um þriðjung meira en Arnarfell, sem er næststærst af Sambandsskipunum, en þó mega skip þessi heita jafnstór að utanmáli. Aukinn styrkleiki og annað fyrirkomulag á lestum veldur þessum mismun á burðar- þoli skipanna. — Lengd Helgafells er 271,5 fet, en breidd 40,6 fet. Að útliti er það áþekkt Kötlu og Arnarfelli. Aðalvél skipsins er 1600 hestöfl. Gang- hraði þess í reynsluför var 14,4 sjómílur, en að jafnaði gengur það 12 sjómílur. Vindur skipsins geta lyft 5 smál. þunga. Við eina lestina er bóma, sem ber 25 smál. — Vélstýri er sjálfvirkt, og er því stillt eftir áttavita, þegar siglt er á hafi úti. Hraða- mælir er í kortaklefa og er hægt að lesa beint af honum hraða skipsins í sjómíl- um og gerist venjulegur loggmælir því óþarfur. Annar mælir sýnir mismun á hleðslu skipsins að aftan og framan. í skip- inu er gyro-áttaviti af fullkomnustu gerð og brezk ratsjá af Deccagerð. Sænskbyggður sendir og brezkt móttökutæki er í loft- skeytaklefa. Hjálparvélar eru brezkar. Frágangur slcipsins er allur hinn vand- aðisti og íbúðir skipverja vistlegar og hag- anlega fyrir komið. Skipstjóri á Helgafelli er Bergur Pálsson, sem áður var skipstjóri á Hvassafelli, fyrsti stýrimaður Hektor Sigurðsson, áður á Jökulfelli, og annar stýrimaður Ingi B. Halldórsson. Fyrsti vél- stjóri er Ásgeir Árnason, áður á Hvassa- felli, annar vélstjóri Þórarinn Sigmundsson og loftskeytamaður Ingólfur Viktorsson. Sainband ísl. samvinnufélaga á nú orðið sex skip, sem eru samanlagt rösklega ellefu þúsund rúmlestir að stærð. „Nýir landvinningar." Framhald af bls. 209. brugðið til beggja vona um árangurinn. Islendingar þurfa ætíð að vera við því búnir að styrkja slíkar kannanir með fjárfram- lögum. Beri þær þann árangur, að hlutað- eigandi fá greiddan kostnaðinn í afla, er stuðningur óþarfur, en verði niðurstaðan gagnstæð, og þess má oftar vænta, er óhjá- kvæmilegt að hlaupa undir bagga. Síðastl. vor voru rétt þrjátíu ár, síðan Halinn varð frægur. Jónsmið eru þegar orðin það. Nú víla fiskimenn okkar ekki fyrir sér að sækja alla leið vestur fyrir Grænland til þess að komast i karfa, en þegar Halinn fannst og mörg ár siðar var það heitasta ósk togaramanna að losna við hann án þess að innbyrða hann. Þannig eru ljósbrotin af landvinningastefnu ís- lendinga. L. K.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.