Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 8
58 ÆGIR Qu Síldarsöliun og síldarúifluiningur 1956 Um þessar mundir er verið að ljúka við að lesta til útflutnings saltsíldarfram- leiðslu mesta síldarsöltunarárs í sögu landsins. Þrátt fyrir þessa miklu söltun, var árið 1956 síldarútveginum síður en svonokkurt sérstakt happaár. Síldarleysis- tímabil það, er hófst norðanlands 1945 virðist ennþá standa yfir, og veit enginn hvort eða hvenær úr kann að rætast. Á Suðvesturlandi brást afli bezta veiðitím- ann eða frá ágústlokum til miðs október, og er afli tók að glæðast á ný, hófst eitt hið versta umhleypingatíðarfar, sem um getur hin síðari árin. Síldarsöltun norðanlands og austan. Síldveiðarnar norðanlands hófust síð- ustu daga júnímánaðar. Veiddist fyrsta síldin aðfaranótt 26. júní djúpt N. V. af Siglufirði. Hélzt dágóð veiði næstu fjórar vikurnar eða til 25. júlí, en þá skall á bræla, er stóð yfir óslitið til 6. ágúst. Eftir þann tíma var veiði mjög lítil og hættu flest skipin veiðum um miðjan ágúst og Jauk þar með vertíðinni norðan- lands. Alls tóku þátt í veiðunum norðanlands á s.l. sumri 188 skip. Eins og undanfarin síldai’leysisár, hélt síldin sig langt frá landi á veiðisvæðinu, sem náði frá Skagafjarðardjúpi og austur fyrir Langanes. Öllum bar þó saman um, að síldar- magn hefði verið meira á miðunum 1956 en árin á undan, enda kom oft fyrir á hinni stuttu vertíð, að síld óð samtímis á mjög stóru svæði. Samkvæmt yfirliti, er gert hefir verið um meðalafla á nót, hefur veiði aðeins tvívegis síðustu 12 árin verið meiri en s.l. ár. en það var árin 1946 og 1947. Þar sem norðanlandssíldin var frá upphafi vertíðar óvenjulega feit, hófst söltun strax í byrjun vertíðar og var salt- að á öllu svæðinu fi'á Sauðárkróki til Norðfjarðar. Að herpinótai'vei’tíð lokimxi veiddist nokkuð í í’ekixet í Húnaflóa og var sú síld mestmegixis söltuð á Skagaströnd, einnig lítilsháttar á Djúpuvík, Hólmavík og Drangsnesi, Heildarsöltun Norðui’landssíldar vai’ð 264.533 tunnur. Fer hér á eftir yfirlit yfir söltuix á hinum einstöku söltunar- höfnum þrjú síðustu ái'in: 1956 1955 1954 SiglufjörSur .. 108.519 56.021 12.824 Raufarliöfn. .. 66.241 60.063 24.618 Húsavík 19.696 14.509 4.494 Dalvík 17.001 12.311 2.547 Ólafsf jörður .. 12.395 6.268 2.457 Seyðisf jörður .. 8.095 7.196 2.149 Þórshöfn .. .. 5.049 4.880 3.552 Vopnafjör'ður . 4.861 2.153 1.024 Hjalteyri .. .. 4.277 3.064 759 Norðf jörður .. 3.674 2.457 883 Hrísey 3.585 3.336 181 Skagaströnd .. 3.198 60 831 Akureyri .. .. 2.901 777 238 Borgarfj. eystri 1.176 695 180 Dagverðareyri . 1.164 340 128 Djúpavík .. .. 866 93 1.364 Sauðárkrókur .. 614 Eskif jörður .. 603 989 Bakkafjörður . 276 886 518 Hólmavík . . . 226 . 79 1.018 Drangsnes . . . . 116 622 Reyðarfjörður . 524 565 Grímsey .. .. 200 18 Djúpivogur .. 398 Bolungarvík . . 258 Hnífsdalur. .. 56 Samtals tnr. .. 264.533 176.901 61.682

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.