Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Síða 9

Ægir - 15.03.1957, Síða 9
ÆGIR 59 Skömmu áður en vertíð lauk, hafði ver- !ð saltað í alla gerða sölusamninga, en Það hefur ekki komið fyrir í fjölda ára. Gekk illa að ná samningum um viðbótar- sölur, enda óttuðust margir kaupendur, að of mikil saltsíld kynni að berast á ^arkaðinn. Síldarútvegsnefnd tókst þó að aá samkomulagi við síldarinnflytjendur 1 Sovje.tríkjunum um sölu á nokkru við- bótarmagni þangað, en þar sem nokkurn fíma tók að koma þessari sölu í kring hafði verið ákveðið að stöðva söltun þar t'l séð yrði, hvort viðbótarsölur tækjust. Hafði þá verið saltað í um 25 þús. tunnur af venjulegri saltsíld umfram samninga. h*ó var heimilt að halda áfram söltun á aokkru magni af sérverkaðri síld. Stöðv- uain hafði þó mjög lítil áhrif á söltunar- ^agnið, þar sem svo til engin síld veiddist t*a daga, sem hún stóð yfir. Nokkurar °anægju gætti vegna þeirrar ákvörðunar að stöðva söltunina, einkum meðal sjó- nianna, enda menn orðnir vanir því, síð- an síldarleysistímabilið nyrðra hófst, að ðh söltunarhæf síld, sem berst að landi, tekin til söltunar. Menn virðast vera búnir að gleyma því að í eðlilegum síld- ai'árum, er aðeins hægt að salta lítinn hluta síldaraflans, þar sem markaðir eru j^jög takmarkaðir. Má t. d. geta þess, að Það var m. a. einn aðal tilgangurinn með ®tofnun Síldarútvegsnefndar að koma í veg yrir, að saltað yrði meira magn síldar, en uiarkaðirnir þyldu hverju sinni, en ffeyrnsluþol saltsíldar er, sem kunnugt er, ^Jög lítið. Sérstaklega hefur verið nauð- synlegt að gæta þessa síðustu árin, er söltuð hefur verið svo til eingöngu suemmveidd síld, en geymsluþol hennar er venjulega talið mun minna en síldar, Sem söltuð er síðar á vertíðinni. Síldarsaltendur og aðrir þeir, sem síld- arrnálum eru kunnugir, vita af gamalli og ýrkeyptri reynslu, að ætíð verður að aSa söltuninni í samræmi við sölumögu- eika og geta smávægileg mistök í þessu ffni valdið íslenzkum hagsmunum stór- k°stlegu tjóni. Vevbi og söltun Suðurlandssíldar. Síldveiðarnar sunnanlands og vestan hófust síðarihluta júlímánaðar. Fjölgaði veiðiskipum ört eftir að vertíð lauk norð- anlands og munu þau hafa verið flest í byrjun september eða hátt á annað hundrað skip (nákvæmar tölur eru enn ekki fyrir hendi). Veiði var allgóð útaf Snæfellsnesi og í Isafjarðardjúpi framan af, en minnkaði er líða tók á ágúst og lauk á þessu svæði um mánaðamótin ágúst—september. Á undanförnum árum hefur bezti veiðitíminn á aðalveiðisvæðinu í Faxa- flóa og umhverfis Reykjanesskaga, verið frá síðari hluta ágúst og fram í miðjan október. Að þessu sinni brást veiði að verulegu leyti á þessu tímabili og hættu flestir bátar veiðum, er líða tók á sept- ember. Um miðjan október fór afli að glæðast á ný og hófu þá margir bátar aftur veiðar. er hætt höfðu í september. Hélzt ágætis veiði allt fram í desember, þegar gaf á sjó, en tíðarfar var mjög óhagstætt allan þennan tíma. Söltun hófst óvenju snemma eða í júlí- lok á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Akra- nesi, enda síldin á norðanverðu veiði- svæðinu fi’á upphafi vertíðar mjög feit. I höfnunum við sunnanverðan Faxa- flóa og á Suðurnesjum hófst söltun um miðjan ágúst en var mjög lítil framan af vegna þess hve lítið veiddist og síldin var horuð. Aðalsöltunin á þessu svæði og Akranesi fór fram síðari hluta vertíðar og var fljótlega saltað í gerða fyrirfram- samninga. Tókst Síldarútvegsnefnd að selja nokkuð viðbótarmagn af Suður- landssíld, svo að aldrei kom til stöðvunar á söltun. Heildarsöltun Suðurlandssíldar nam 116.319 tunnum og skiptist þetta magn sem hér segir á hinar ýmsu söltunar- hafnir: 1956 1955 1954 Iveflavík og nágr. , , 34.906 24.218 24.813 Akranes 23.011 20.240 15.562 Grindavík 16.388 14.318 5.785

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.