Ægir - 15.03.1957, Qupperneq 12
62
ÆGIR
Síldarsöliun og síldarúífluíningur . . .
Framhald af bls. 60.
mikið magn Norðurlandssíldar. Þau árin,
sem ekki hefur tekizt að afgreiða fyllilega
í gerða samninga um Norðurlandssíld,
hafa þeir venjulega fallizt á að taka mis-
muninn í Suðurlandssíld. í byrjun ver-
tíðar höfðu verið gerðir samningar við
Finna um sölu á rúml. 70 þús. tunnum.
Fyrirfram-samningar við Svía voru á
s.l. ári aðeins um 60 þús. tunnur.
Pólverjar hafa síðustu árin keypt ein-
ungis Suðurlandssíld, og voru í vertíðar-
byrjun fyrir hendi samningar um sölu á
10 þús. tunnum til þeirra.
Útflutningur.
Útflutningur saltaðrar síldar til hinna
ýmsu markaðslanda var sem hér segir:
Sovétríkin...........
Finnland.............
Svíþjóð..............
Pólland..............
A-Þvzkaland (áætla'ft)
Tékkóslóvakía........
Danmörk..............
U. S. A.......... ..
203.115 tunnur eða 57,1%
72.274 tunnur eða 20,3%
59.866 tunnur eða 16,8%
10.000 tunnur eða 2,8%
7.560 tunnur eða 2,1%
1.500 tunnur eða 0,4%
770 tunnur eða 0,2%
355 tunnur eða 0,1%
355.540
Fróðlegt er að athuga til samanburðar
hvernig útflutningur saltsíldar skiptist á
markaðslönd árið 1988, síðasta eðlilega
viðskiptaárið fyrir stríð, en það ár er
annað mesta útflutningsár saltsíldar frá
íslandi og mesta söltunarár Norðurlands-
síldar:
1. Svíþjóð......... 196.867 tunnur eða 58,8%
2. Danmörk......... 39.051 tunnur eða 11,7%
3. Þýzkaland....... 38.739 tunnur eða 11,6%
4. Bandaríkin .. .. 30.929 tunnur eða 9,2%
5. Pólland & Danzig 25.584 tunnur eða 7,6%
6. Belgía........ 2.265 tunnur eða 0,7%
7. Norogur........ 736 tunnur eða 0,2%
8. Holland........ 276 tunnur eða 0,1%
9. Kanada.......... 75 tunnur eða 0,01%
Samtals.......... 334.522 tunnur
Það helzta, sem samanburður þessi leið-
ir’í ljós, er þetta:
1) Sovétríkin, sem enga síld keyptu hér
síðustu árin fyrir heimsstyrjöldina, eru
nú langstærsti kaupandinn, enda hefur
Rússland oft verið stærsta markaðsland
saltsddar. Aftur á móti hafa síldarkaup
Rússa verið mjög misjöfn frá ári til árs
og jafnvel á þeim tíma, sem þeir söltuðu
litla sem enga síld sjálfir. T. d. seldu Norð-
menn 400—500 þús. tunnur til Sovét-
ríkjanna árlega á tímabilinu 1929—1982,
en eftir það dró skyndilega úr síldar-
kaupum Rússa. Árið 1930 keyptu Rússar
30 þús. tunnur frá Islandi og 1936 um
19 þús. tunnur. Síðan lögðust viðskiptin
niður þar til 1946, er þau hófust að
nýju. Keyptu Rússar nokkuð magn héðan
það ár og árið eftir. 1948 lögðust við-
skiptin niður aftur og keyptu Rússar enga
síld héðan fyrr en 1953. Frá þeim tíma
hafa þeir verið lang stærsti kaupandinn.
2) Svíþjóð, sem eins og áður er sagt,
hefur í áratugi verið aðal markaðsland
Norðurlandssíldarinnar, er nú þriðja í
röðinni. Sænski markaðurinn hefur dreg-
izt mjög saman frá því fyrir stríð. Síld-
arneyzla hefur farið minnkandi í landinu,
og auk þess hefur hin harða samkeppni
um sænska markaðinn átt sinn þátt í
minnkandi síldarkaupum Svía hér.
Síldveiðar Norðmanna hér við land og
á hafinu austur af landinu hafa yfirleitt
gengið vel undanfarin ár, en sem kunn-
ugt er, er öll veiði norska flotans á þess-
um slóðum söltuð um borð í veiðiskipun-
um og er síldin mestmegnis seld Svíum.
Þá hafa Færeyingar fyrir nokkrum árum
hafið síldveiðar í hafinu austur af ís-
landi, og salta þeir síldina um borð í
veiðiskipunum eins og Norðmenn. Eru
Færeyingar orðnir skæður keppinautur á
sænska markaðnum.
3) Finnland er nú orðið. eitt bezta
markaðslandið, og er nú svo komið að 95%
af saltsíldarinnflutningi Finna kemur frá