Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 13

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 13
ÆGIR 63 íslandi. Fyrir styrjöldina var útflutning- Ur héðan til Finnlands lítill sem enginn. 4) Pólland var eitt af betri markaðs- löndum okkar fyrir styrjöldina. Skömmu eftir að friður komst á, hófust viðskiptin ^ýju og hafa Pólverjar síðan keypt héð- an töluvert magn árlega. Að vísu hefur Ulagnið farið nokkuð minnkandi síðustu arin, og stafar það sennilega af hinni ört vaxandi síldarsöltun Pólverja sjálfra, en Þeir hafa síðustu árin sent all stóran flota fil síldveiða á Norðursjó, og er svo til öll veiði þessa flota söltuð um borð. 5) Danmörk var, bæði fyrir styrjöldina °& eftir, eitt af öruggustu markaðslönd- uui okkar. Eftir að Færeyingar hófu síld- arsöltun fyrir alvöru árið 1953, hættu Þeir að mestu kaupum á saltaðri síld frá fslandi. 6) Þýzkaland er eitt mesta síldarneyzlu- *and í Evrópu. Fyrir styrjöldina var Þýzkaland annað bezta markaðsland ís- ænzkrar síldar. Keyptu Þjóðverjar svo til singöngu léttverkaða síld héðan. Eftir sfyrjöldina hafa verið gerðar ítrekaðar filraunir til að koma íslenzkri saltsíld á ^arkaðinn í Vestur-Þýzkalandi en án arangurs. Fyrir Þjóðverja, sem hafa mjög ‘ag't sig fram við að halda öllu verðlagi mðri í landi sínu, er íslenzka síldin allt °f dýr. Auk þess hefur það verið nokkr- um erfiðleikum bundið, að.verka matjes- Slld norðanlands undanfarin ár, en Þjóð- Verjar vilja eingöngu léttverkaða síld, Ekki hafa verið gerðar tilraunir með ^tjes-verkun Suðurlandssíldar. Væri það Pð vel athugandi, svo framarlega sem verðgrundvö 11 ur væri til staðar. Austur- Þýzkaland kaupir nú í fyrsta skipti ís- enzka saltsíld. Er mjög sennilegt, að U8egt sé að vinna þar markað, svo fram- ai'lega sem leyfi fæst til þess að selja hangað. í Bandaríkjunum er töluverður jAarkaður fyrir saltaða síld, enda þótt ann fari minnkandi. íslendingar áttu uar góðan markað fyrir styrjöldina og a^^ðan á henni s.tóð, en síðan höfum við smám saman tapað þessum markaði, m. a. vegna óvenju harðrar samkeppni annarra síldveiðiþjóða. Síldarsöltun nágrannaþjóðanna. Síldveiðar nágrannaþjóðanna hafa tölu- verð áhrif á sölumöguleika og þá um leið söltunarmöguleika okkar Islendinga. Undanfarin ár hefur vetrar- og vorsíld- veiði Norðmanna gengið mjög vel og var árið 1956 algjört metár, hvað aflamagn snertir. Sömuleiðis hafa síldveiðar Norð- manna við Island og á hafinu milli ís- lands og Noregs gengið all sæmilega, en auk Norðmanna stunda Rússar og Fær- eyingar þær veiðar af kappi. Aftur á móti virðist svo sem síldargengdin í Norður- sjónum fari minnkandi, einkum við aust- urströnd Bretlands. Fer hér á eftir yfirlit yfir síldarsöltun helztu síldveiðiþjóða Evrópu síðustu þrjú árin og samanburð- artölur fyrir Island. 1956 1955 1954 færeyjar . NOREGUR: .. 124 þús. 65 þús. 230 þús. Vetrarsfld .. .. 815 þús. 830 þús. 778 þús. „Íslandssíld" 222 þús. 200 þús. 160 þús. ÞÝZKALAND .. 435 þús. 563 þús. 481 þús. HOLLAND. .. .. 710 þús. 785 þús. 820 þús. ENGLAND. .. 5 þús. 8 þús. 74 þús. SKOTLAND .. 68 þús. 90 þús. 140 þús. ÍSLAND .... .. 381 þús. 271 þús. 140 þús. Ekki hefur tekizt að fá áreiðanlegar upplýsingar um síldarsöltun Rússa og Pól- verja, en hún hefur verið mjög mikil síð- ustu árin. Framtíðarhoi'fur. Erfitt er að segja nokkuð um, hver þróunin í síldarsölumálunum verður næstu árin. Vegna hins alltof háa fram- leiðslukostnaðar hér á landi, stöndum við íslendingar illa að vígi í hinni hörðu samkeppni um markaðinn. Þá veldur það áhyggjum, hve markaðslöndin eru fá, svo og sú staðreynd að þrjú af okkar gömlu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.