Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1957, Side 14

Ægir - 15.03.1957, Side 14
64 ÆGIR RÆKJUVEIÐAR Á undanförnum áratugum hafa menn orðið margs vísari um lífsháttu sjávar- dýra, sem áður var mönnum hulið í dýpi sjávarins. Þó er það enn svo, að þekking manna er mjög takmörkuð á ýmsum þýðingar- miklum atriðum í þessu sambandi. Þessi skortur á þekkingu leiðir aftur óhjákvæmilega til þess, að hleypidómar eiga auðveldar uppdráttar en ella væri, hugmyndir manna verða meira á reiki og skoðanir skiptar um ýmis grundvallar- atriði. Þetta er ekki nema eðlilegt, og getur ekkert nema aukin þekking bætt hér úr. En meðan svo háttar til, sem nú er, þá er þeim mun meiri nauðsyn á, að gæti- lega sé farið í því að draga ályktanir og og góðu markaðslöndum, Danmörk, Þýzkaland og Bandaríkin, kaupa nú svo til enga síld héðan Verður það eitt af þýðingarmeiri verkefnum okkar á næst- unni að reyna að vinna þessa markaði að nýju, auk þess sem haldið verður áfram leitinni að nýjum mörkuðum. Enda þótt síldarvertíðin við Norður- land s.l. sumar hafi orðið nokkuð enda- slepp hefur hún þó vakið hjá mönnum vonir um að veiðin muni fara að aukast aftur. Margt bendir þó til þess, að lítil breyting hafi orðið á göngu síldarinnar á s.l. ári. í síldarárunum hér forðum veiddist síldin skammt undan landi og einkum inni á fjörðum og flóum. Á s.l. sumri hélt síldin sig fjær ströndinni en nokkru sinni fyrr, og ef tíðarfar hefði ekki verið eins gott og raun var á s.l. sumar, hefði afli vart orðið skárri en árin á undan. Þá hefur það verið eitt af ein- kennum síðustu og verstu síldarleysisár- anna, að síldin hefur verið óvenju feit í upphafi vertíðar og stendur hún þá sjald- an lengi við. Á síldarárunum var síldin venjulega horuð í upphafi vertíðar og búa til algild sannindi, ef svo mætti segja. Tilefnið til þessara hugleiðinga eru all- mikil blaðaskrif, sem átt hafa sér stað nú í vetur um rækjuveiðar, nytsemi þeirra og áhrif á aðrar fiskveiðar. Hafa deilur þessar aðallega snúizt um Isafjarðardjúp. Ekki er ætlun mín að blanda mér í þessar deilur þeirra Djúpmanna, en þó tel ég nauðsynlegt að freista þess að ræða hér nokkur meginatriði málsins eins og þau liggja fyrir. Er tilgangur minn sá fyrst og fremst að eyða nokkrum mis- skilningi, sem komið hefir fram. Upphaf þessa máls mun, eftir því, sem ég bezt veit, hafa verið það, að sýslu- manni ísafjarðarsýslu barst kæra, undir- rituð af miklum fjölda manna í sýslunni. stóð hún þá jafnframt lengur við, enda átuskilyrði venjulega mjög góð við Norð- urströndina. Síldveiðarnar við suður- og vesturströndina eru nú orðnar fastur lið- ur í útgerð landsmanna, enda hefur Suð- urlandssíldin undanfarið verið árvissari og staðbundnari en Norðurlandssíldin. Má gera ráð fyrir, að þáttur sunnlenzku síld- arinnar í útflutningi landsins fari ört vaxandi næstu árin. Margir íslendingar óttast að þorskveið- ar okkar muni næstu árin dragast mjög saman vegna hins ört vaxandi togara- flota á fiskimiðunum. Reynist þessi skoð- un rétt, sem við vonum að ekki verði, yrðu helztu úrræðin þau, að auka sem mest síldveiðarnar og þá um leið síldar- söltunina, enda ósennilegt að um ofveiði geti orðið að ræða, hvað síldina snertir, a. m. k. ekki Suðurlandssíldina, sem ein- göngu er veidd í reknet. Síldarútvegurinn á íslandi byggist nú orðið að mestu á síldarsöltuninni, og er því nauðsynlegt, að sú atvinnugrein njóti ekki síðri fyrirgreiðslu en aðrar fram- leiðslugreinar landsmanna.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.