Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 16

Ægir - 15.03.1957, Blaðsíða 16
66 ÆGIR Kql res Qn 5 jO* Ovemettet kon forlenqes mea inntil SO masker Posens tenqde mntil !0 meter n ReketráL Stenqeqarn forbudt Posens OmkredS mniil 500 mazkor Stentelne fra óre til ore mntil ihmeter Maokene ikke stórre enn 36 omtar pr a/en nyt net samskonar veiðarfæri og tíðkast hefur áður en lögin voru sett. Kæra þessi barst venjulega boðleið til sjávarútvegsmálaráðuneytisins, sem að vanda leitaði umsagnar Fiskifélags ís- lands um málið. f tilefni af því var leitað upplýsinga frá Noregi m. a. um gerð þeirra veiðar- færa, sem notuð eru til rækjuveíða þar í landi og þær reglur, sem þar gilda um rækjuveiðar. Eru veiðarnar að sjálfsögðu leyfðar þar innan landhelgi, enda fara þær að mestu fram á fjörðum inni eða nær landi og veiðarfærið er í öllum meg- inatriðum svipað því, sem hér tíðkast. Til frekari skýringar birtist hér mynd af einni slíkri vörpu, sem nefna mætti „venjulega kampalampavörpu" þar í landi og getið hefur af sér þá vörpu, sem hér hefur verið og er notuð. Kæra sú, sem hér um ræðir, byggist því á misskilningi. Þá er annað atriði, sem fram er sett til stuðnings kærunni, að rækjuveiðarnar tortími öðru fiskungviði og fæli aðra nytjafiska af þeim slóðum, þar sem þær eru stundaðar. Um þetta vil ég sem minnst segja á þessu stigi. Lagt hefur verið til af Fiskifélaginu, að rannsókn vísindamanna verði látin fram fara á þessu, ef slík rannsókn mætti leiða eitt- hvað í ljós um áhrif rækjuveiðanna á aðr- ar fiskveiðar eða á háttu annarra fiska á þeim slóðum, þar sem þær eru stundaðar. Fyrr en niðurstaða af slíkri rannsókn liggur fyrir er alls ekki tímabært að ræða það mál, hvort nauð- syn sé einhverra sér- stakra ráðstafana vegna rækjuveiðanna. Þó má benda á, að í nágrannalöndum okk- ar, þar sem rækjuveið- ar eru stundaðar í stór- um stíl, hefur ekki ver- ið talið, að af þeim stafaði nein sú hætta fyrir aðrar fiskveiðar, að þörf væri sér- stakra aðgerða þessvegna. Þá er loks ekki unnt að komast framhjá því, þegar rætt er mál sem þetta, að áður en gerðar yrðu einhverjar þær ráðstaf- anir, sem yrðu til þess að torvelda rækju- veiðarnar eða e. t. v. að þær legðust með öllu niður, yrði að fara fram nákvæm at- hugun á því, hvaða efnahagslegar afleið- ingar slíkt hefði í för með sér og væri þá margt, sem yrði að meta og vega í því sambandi. D. Ó. Erlendar fréttir L_^.-_.-_______________.-_.-.-.-.____I Frá Bandaríkjunum Tilraunir með miðsævisvörpu. Mikill áhugi ríkir nú á meðal fiskveiði- þjóða víða um heim á fiskveiðum með miðsævisvörpu og fara fram tilraunir í því skyni. „Commercial Fisheries Review“, sem gefið er út af þeirri deild bandaríska inn- anríkisráðuneytisins, sem fer með fiski- mál, greinir nýlega frá slíkum tilraunum, sem gerðar voru í september s.l. út af ströndum ríkisins Maine. Varpan, sem var notuð, var kanadísk, svipuð að gerð og þær, sem notaðar hafa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.