Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 3

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS ^l. árg. Reykjavík, 1. apríl 1958 Nr. 6. IJtgerd og aflabrögö SUÐVESTURLAND 1.—15. marz Hoi'nafjörður Frá Hornafirði reru 6 oátar með net. Gæftir voru góðar og flest farnir 12 róðrar en fæst 10. ^Aflinn á tímabilinu var 498 lestir í 64 ^óðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Gissur hvíti .. . . 103 lestir í 10 róðrum Akurey........... 95 lestir í 11 róðrum Þá er þess einnig að geta, að nokkrir Austf j arðabátar stunda nú róðra frá Hornafirði, bæði með færi og net; leggja Peir sumt af aflanum upp á Hornafirði, en hitt í heimahöfn. Vestmannaeyjar. Frá Vestmannaeyjum i'eru 115 bátar, þar af voru um 30 bátar P^ð handfæri, en 85 bátar með net. Afl- lnn á tímabilinu varð 5600 lestir. Mestur ^íli í róðri varð þann 6. og 7. marz, og fengu nokkrir bátar þá 30—40 lestir af netjafiski (miðað er við slægðan fisk ^ð haus). Hinsvegar var afli handfæra- óátanna mjög lítill. Aflahæstu bátar á nessu tímabili voru með um 200 lestir (slægt með haus). Stokkseyri. Frá Stokkseyri reru 3 bát- með net; gæftir voru allgóðar. Aflinn a tímabilinu var 206 lestir í 27 róðrum. Aflahæsti báturinn á þessu tímabili var Hólmsteinn með 84 lestir í 9 róðrum. Eyrarbakki. Frá Eyrarbakka reru 2 bátar með net; afli þeirra á tímabilinu var 123 lestir í 19 róðrum. Þorlákshöfn. Frá Þorlákshöfn reru 8 bátar með net; gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu var 756 lestir í 88 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Klængur............113 lestir í 11 róðrum Viktoría...........108 lestir í 12 róðrum Grindavík. Frá Grindavík reru 19 bát- ar með net. Gæftir voru allgóðar. Voru almennt farnir 8 róðrar, en flest 10. Mestan afla í róðri hlaut Arnfirðingur þann 8. marz 39 lestir. Aflinn á tíma- bilinu var 1856 lestir í 165 róðrum. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru: Arnfirðingur . . . . 128 lestir í 10 róðrum Gunnar EA 76 .. 127 lestir í 8 róðrum Þorbjörn...........121 lest í 8 róðrum Sandgerði. Frá Sandgerði reru 17 bát- ar með línu. Gæftir voru sæmilegar. Afl- inn á tímabilinu varð 1064 lestir í 158 róðrum. Mestan afla í róðri hlaut Rafn- kell þann 8. marz 23 lestir. Aflahæstu bátarnir á þessu tímabili voru: Mummi .. . . 89 lestir Víðir.........86 lestir Guðbjörg ... 79 lestir Muninn .. .. 78 lestir Vogar Frá Vogum reru 3 bátar með net. Gæftir voru sæmilegar. Aflinn á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.