Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 12
102
ÆGIR
afli hennar minnkað ár frá ári og var
nú helmingi minni en 1954. Um 80%
fór til vinnslu í verksmiðjum, hitt til
niðursuðu, en nægði ekki, því að niður-
suðuverksmiðjurnar fluttu inn smásíld
frá Þýzkalandi, sem veiddist kringum
Helgoland.
Makrílveiðin nam 20.000 lestum, að
verðmæti 10 millj. kr. og er það metafli.
Um helmingur aflans mun hafa farið í
verksmiðj ur.
Sandsílisaflinn hefur undanfarin ár
haft mikla þýðingu fyrir verksmiðjurnar.
Hann var nú um 75.000 lestir, sem er
nokkru minna en árið áður.
Laxveiðin nam um 1000 lestum, að
verðmæti 9 millj. kr., sem er 2 millj. kr.
minna en 1956. Aflinn var svipaður, en
verðið óhagstætt fyrri helming ársins. Af
ál veiddust um 3500 lestir, að verðmæti
18,5 millj. kr.
Um miðjan desember höfðu verið flutt-
ar út sjávarafurðir fyrir 295 millj. kr.,
og er þá fiskmjöl og lýsi meðtalið. Nið-
ursoðnar fiskafurðir voru fluttar út fyr-
ir 21,5 millj. kr., sem er 1,5 millj. kr.
minna en 1956. Af fiskflökum voru flutt-
ar út 15.000 lestir, að verðmæti 44 millj.
kr., sem er 5 millj. kr. meira en 1956.
Um helmingur fiskflakanna var flatfisk-
ur hinn helmingurinn þorskur. Ferskur
og frystur fiskur var fluttur út fyrir
195 millj. kr. og saltfiskur, verkaður og
óverkaður, fyrir um 15 millj. kr. — að
mestu leyti færeyskur og grænlenzkur
fiskur.
Um fiskneyzluna innanlands liggja
ekki fyrir tölur, en talið er líklegt, að
hún hafi verið svipuð og 1956. Þá var
hún 12 kg. á mann.
Frá Kanada.
Kœnadískar sjávarafurðir í Briissel.
Kanada tekur þátt í heimssýningu í
Briissel, sem opnuð verður á næstunni og
hefur stórt svæði til umráða; hefur m. a.
verið reistur stór sýningarskáli í nýtízku
stíl, þar sem eingöngu verða sýndar kan-
adískar vörur og ýmislegt varðandi lifn-
aðarhætti og menningu Kanadabúa.
Meðal þeirra afurða, sem til sýnis
verða, eru ýmsar fiskafurðir.
(Trade News).
Frá BSunilurílijunum.
Fiskur og kvenfólk.
Eftirfarandi er þýtt lauslega úr tíma-
ritinu „Quick Frozen Foods“.
,,Af öllum greinum þess iðnaðar sem
risið hefur upp í sambandi við hraðfryst-
ingu matvæla, er mest hægt að segja um
frystar sjávarafurðir hvað hollustu við-
kemur; — hátt vítamín innihald, tiltölu-
lega fáar hitaeiningar og þar af leiðandi
minni hætta á að þyngjast um of. Dr.
Normann Jolliffe á heilsufarsstofnun
New York borgar, segir að feiti, sem
líkami mannsins fái við neyzlu sjávar-
afurða dragi úr kolesterol innihaldi
blóðsins, þar sem á hinn bóginn dýra-
feiti auki það (kolesterol hefur tilhneig-
ingu til að setjast innan á æðaveggina og
tefja blóðrásina).
Segja má því, að fiskneyzlan dragi úr
hjartasjúkdómum.. Þessar og fleiri stað-
reyndir þarf að koma kvenfólkinu í
skilning um og bendir greinarhöfundur
á, að ódýrasta leiðin verði að setja miða
með öllum þessum upplýsingum inn í
hvern fiskpakka.
Fleiri og fleiri læknar ráðleggja fólki
að borða fisk — ekki einu sinni, heldur
þrisvar ítil fjórum sinnum í viku hverri.
Ef rétt er á hlutunum haldið má tvöfalda
fiskneyzluna á næstu fimm árum (átt er
við Bandaríkin)“.
Fiskaflinn 1957.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma,
virðist fiskafli Bandaríkjamanna á s. 1.
ári ætla að verða töluvert undir metafla
ársins 1956. Þannig sýna skýrslur fyrra
heimings s. 1. árs, að aflinn hefur orðið
um 180 þús. lestum minni en á sama
tíma árið áður, og venjulega eru afla-
brögð síðari hluta ársins lakari.