Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 11
ÆGIR 101 Minningarorð: Jón Jónsson í Firði. Seyðisfirði, andaðist að heimili sínu hinn 11 marz síðastliðinn áttatíu og þriggja ára að aldri. Jón var einn þeirra manna, er sátu hið fyrsta Fiskiþing 1913. Fækkar þeim smátt og smátt, sem það þing sátu. Eru nú aðeins tveir á lífi, þeir Matthías Þórð- arson frá Móum og Ólafur Jónsson frá Elliðaey. Jón í Firði var áhugamaður um félagsmál, þegar fiskifélagsdeild var stofnuð á Seyðisfirði 1912 var hann einn af stofnendum hennar, var þar sem áhugamaður um nauðsyn félagssamtaka sjávarútvegsmanna og sjómanna. Vann fón mikið starf í félagsmálum Seyðfirð- inga meðan heilsan entist. Síðasta starf Jóns í félagsmálum mun hafa verið, að hann veitti forstöðu um nokkur ár vél- bátaábyrgðarfélaginu ,,Aldan“ á meðan bað starfaði. Við sem vorum lengi sam- tíðarmenn Jóns í Firði minnumst hans sem mikils áhugamanns um öll störf, er hann hafði með höndum. Ámi Vilhjálmsson. Erlendar fréttir Frá Damnörku. Fislcveiðar Dana 1957. I „Fiskeribladet", janúarheftinu, segir svo um fiskveiðar Dana á síðastliðnu ári: Fiskaflinn jókst enn á þessu ári bæði að magni og verðmæti, eins og undan- farin ár. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam heildaraflinn 520.000 lestum, sem seldist fyrir 287 millj. kr., samanborið við 456.000 lestir og 265 millj. kr. árið 1956. Af aflanum var neyzlufiskur um 30%, eða um 11.000 lestum meiri en 1956. Löndun útlendinga, einkum Svía, nam 21.000 lestum að verðmæti 11 millj. kr., og er það innifalið í heildaraflanum. Mest var þetta síld. Löndun danskra skipa í erlendum höfnum, einkum brezk- um, var um 9000 lestir, að verðmæti 16 millj. kr., mest skarkoli og þorskur. Er þetta nokkru meira en árið áður. Verðmætasta fisktegundin er skarkol- inn; af honum veiddust 29.000 lestir, að verðmæti 60 millj. kr., sem er 2 millj. kr. meira en árið áður. Nokkur verðhækkun varð á skarkola, einkum Norðursjávar- skarkola. Þykkvalúruveiðin, sem brást að nokkru 1956, varð helmingi meiri en árið áður; bezt var hún í Norðursjónum í apríl—júní. Þorskaflinn var meiri 1957 en nokkru sinni áður, eða 53.000 les.tir, að verð- mæti 32 millj. kr. Einkum var góður þorskafli við Borgundarhólm í jan.-marz. Síldaraflinn á árinu nam 200.000 lest- um, að verðmæti 52 millj. kr. Er það um 40.000 lestum meira en 1956. Áætlað er, -að um 90% af síldaraflanum hafi farið til vinnslu í verksmiðjum. Helmingur aflans veiddist í Nörðursjónum, þriðj- ungur í Skagerak. Af smásíld (brisling) veiddust 20.000 lestir, að verðmæti 6 millj. kr. Hefur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.