Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1958, Blaðsíða 6
96 ÆGIR Ofa/ur J3jömiion: GrænlandsveLbar togaranna 1957 Á árinu 1957 stunduðu 36 íslenzkir togarar veiðar við Grænland. Fóru þeir samtals 164 veiðiferðir, þar af 5 ferðir á þorskveiðar, 12 á saltfiskveiðar og 147 á karfaveiðar. Samanlagður úthaldstími þeirra var 3030 dagar, þar af 92 á þorskveiðum, 767 á saltfiskveiðum og 2171 á karfa- veiðum. Sé litið á Grænlandsveiðarnar hjá hverjum togara sem samfellt úthald, þ. e. ef dagar í höfn milli ferða eru taldir með, verður heildarúthaldstíminn 3131 dagur, þar af 92 dagar á þorskveiðum, 767 á saltfiskveiðum og 2272 á karfa- veiðum. Þetta samsvarar úthaldi 9—10 togara í eitt ár (miðað við meðalúthalds- tíma á árinu 1956, sem var 326 dagar). Fiskileit. Þrjár Grænlandsferðanna voru farnar í fiskileit, ferðir bv. Brimness 15. maí— 1. júní og 19. júní—4. júlí og ferð bv. Egils Skallagrímssonar 5. sept.—17. sept. Er ýtarleg frásögn um þær ferðir í grein eftir dr. Jakob Magnússon fiskifræðing í 17. og 22. tölublaði „Ægis“ 1957, bls. 257—260 og 327—337. Heildaraflinn í Grænlandsferðunum 1957 var 49.811 smál., þar af 1.343 smál. á þorskveiðum, 7.654 smál. á saltfiskveiðum og 40.814 smál. á karfaveiðum. Aflinn er miðaður við slægðan fisk með haus, nema karfi, sem er talinn óslægður. Mestur afli í ferð á þorskveiðum var 328 smál., á saltfiskveiðum 907 smál. og á karfaveiðum 404 smál. Mestur afli á úthaldsdag var 42,3 smál. dagana 13. júlí—21. júlí (karfaveiðar). Aflinn sundurliðast þannig: TAFLA I. Heildarafli logaranna viS Grœnland 1957. cS 13 'o W TfH co cð S 'Sfa 5© J© Meðalafli á úthaldsdag o ■ o *0 c3 > SP W ö co Sf §3 % co kg kg kg kg Þorskur 10.260.212 62.561 3.387 3.276 Ýsa 29.925 182 10 10 Ufsi 192.452 1.176 64 61 Langa 10.970 67 4 4 Keila 6.320 38 2 2 Steinbítur 212.720 1.297 70 68 Karfi 38.486.160 234.672 12.700 12.292 Lúöa 83.455 509 28 27 Ósundurl. 528.685 3.223 174 169 Samtals 49.810.899 303.725 16.439 15.909 ÞorskveiSarnar. Á þorskveiðar voru farnar 4 ferðir um vorið og ein um haustið. Samanlagt út- hald í þessum 5 ferðum var 92 dagar. Þá var lagt upp í eina ferð á þorskveið- ar við Grænland í desember, en aflanum var ekki landað fyrr en í janúar 1958, og telst sú ferð því ekki með á yfirliti fyrir árið 1957. Árangur þorskveiðanna var sem hér segir:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.