Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 3
ÆGI R
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
51. árg. Reykjavík, 15. október 1958 Nr. 18.
IJtgerö og aflabrögð
VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR
í september.
Síldveiði í reknet hefur verið óvenju
góð í september, undan ísafjarðardjúpi.
Þó var síldaraflinn misjafn og suma'daga
sáralitið. Síðustu daga mánaðarins hvarf
síldin af miðunum, og eru nú allir bátar
hér hættir veiðum, aðkomubátarnir
farnir.
Þorskveiðar voru sama og ekkert
stundaðar. — Þó voru netjaveiðar reynd-
ar með góðum árangri af bát úr Hnífsdal
og tveimur smábátum í Grunnavík.
Patreksfjörður. Togaraaflinn þar var
mjög góður, karfaveiðar stundaðar sem
áður við Nýfundnaland. — Bv. Gylfi fékk
785 lestir í tveimur veiðiferðum, Ólafur
Jóhannesson fékk 651 lest einnig í tveim-
ur ferðum. Vb. Andri hefur stundað rek-
netjaveiðar syðra og hafði fengið um 600
tn. alls. Smábátar voru ekki teljandi að
veiðum. Var bæði stormasamt og rýr afli.
Bíldudalur. Vb. Sigurður Stefánsson
hætti veiðum í byrjun sept., en vb. Geys-
ir hélt úti til 20. sept. — Tveir bátar hafa
stundað rækjuveiðar og aflað vel.
Þingeyri. Færaveiðar voru stopult
stundaðar í mánuðinum, en allgóður afli,
er farið var til fiskjar. Vb. Þorbjörn var
á reknetjaveiðum, lagði upp á Suðureyri.
Hafði fengið nálega 2000 tn. um mán-
aðamótin frá því um miðjan ágúst, og er
það í bezta lagi á reknetjabátum.
Flateyri. Togararnir fóru tvær veiði-
ferðir hvor, afli þeirra afar rýr. Guð-
mundur Júní fékk 205 lestir, Gyllir ein-
ungis 146 lestir.
Suðureyri. Stærri bátarnir, fimm, voru
á reknetjaveiðum. Einn þeirra, Hallvarð-
ur, hætti um miðjan mánuðinn, hinir
héldu úti til mánaðarloka. Afli þeirra
sæmilegur, stundum góður. Aflahæstur er
vb. Friðbert Guðmundsson með 2050
tunnur. Hann byrjaði veiðarnar í byrjun
ágúst. Hinir bátarnir, er byrjuðu í önd-
verðum sept., eru með milli 1300 og
1400 tn. Saltað var á Suðureyri rúmar
4000 tunnur, og auk þess 550 tn. af herpi-
nótasíld í sumar. — Nokkrir aðkomu-
bátar lögðu og síld á land á Suðureyri.
Þrír smáir þilfarsbátar stunduðu þorsk-
veiðar með línu. Afli þeirra oftast góður,
en sjaldgjöfult. Mest fékk vb. Svanur (5
lesta) 25 lestir með 3—4 mönnum.
Bolungarvík. Smábátar, 12—14 1. voru
þar að veiðum fram að miðjum septem-
ber, en hættu þá með öllu, enda aflinn
oftast rýr og mikil vinna í landi við mót-
töku og söltun síldar. Flest voru farnar
12 sjóferðir. Mestur afli einungis um 11
lestir, með þremur mönnum. — Stærri
bátarnir úr Bolungarvík stunduðu ekkert