Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 6

Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 6
348 ÆGIR Varpa án rafskauta. Mynd nr. 21 (IV—V). Varpa með rafskautum. Strax og fiskurinn bítur á krókinn þá lamast hann og getur ekki losað sig. Þessi aðferð styttir veiðitímann til muna. b. Aðferð við að ,,lyfta“ fiski í nót og dæling með rafmögnuðum (anodefied) slönguhaus, sem sérstaklega er notuð í sambandi við „amerísku kraftblökkina“ (Puritic power block). Þessi aðferð hefur reynzt vel við fisk svipaðrar stærðar og síld. Eftir herpingu nótarinnar hefur fiskinum, og jafnvel þeim, sem eru við botn nótarinnar, verið dælt um borð (mynd nr. 21 III) með fiskidælu. Með þessari aðferð er auðvelt að þurrka nót- ina með kraftblökkinni. c. Byssu-pumpu aðferðin. (Einkaleyfi Dethloffs). Þegar torfa hefur fundizt, er rafmagnaðri flotkúlu skotið með sérstakri loftbyssu (smíðuð af Dethloff Electric) (sjá mynd nr. 21 I) þangað, sem torfan er. Kúlan flýtur eins og dufl og er tengd skipinu með fljótandi rafmagnslínu. Slátt- straumur dregur fiskinn að kúlunni strax og hún kemur í sjóinn (mynd 21 II). Fiskurinn syndir strax að skautinu (innan 1 sek.) og þaðan má dæla honum um borð í skipið. Þessi veiðiaðferð hefur verið reynd með góðum árangri. Orkan, sem notuð var við tilraunirnar, var um 80 kW., en síðar hefur verið hægt að minnka straummagnið verulega. Byssu- pumpu aðferðin hæfir veiðum á smáfiski að síldarstærð. Ummál aðdráttarverkun- arinnar um kúluna fer eftir stærð fisks- ins, en getur verið 25—35 mtr. ef hæfi- leg orka er notuð. d. Lítið handtæki hefur verið reynt til að ,,deyfa“ sardínur. Því er fest á tré- stöng og ætlað er að það sé notað eftir snurpingu meðan á háfun stendur, til að vernda roð og hreistur. e. Reynd hefur verið rafmagns-girðing,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.