Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 19
Æ GIR
361
Frá Þýzkalandi.
Lánsfjárveitmgar til hraðfrystihúsa
og dreifingarkerfa.
Uppbyggingarlánabankinn í Frankfurt
segist reiðubúinn að veita lán til langs
tíma, sem notuð verði til eflingar mark-
aðs fyrir hraðfrystar afurðir. Vextir
nema 1V2% á ári nettó. Útborgun verður
100%. Kostnaður í sambandi við lán-
tökuna verður gefinn eftir. Endurgreiðsl-
ur, sem hefjast eftir mismunandi langan
tíma og fara eftir því til hvers lánað var,
greiðast hálfsmánaðarlega. Lengsti láns-
tími 12 ár. Upphæð lánanna r.emur frá
75.000 DM til 500.000 DM. Lántöku um-
sóknir ásamt upplýsingum og lýsingu á
því, sem lána á til, sendist gegnum við-
skiptabanka þeirra, sem lánin vilja taka,
en þeir verða jafnframt að takast á hend-
ur ábyrgð fyrir viðkomandi aðila.
A. F. Z.
Saltfiskframleiðsla Vestur-Þjóðverja.
16 þýzkir togarar, sem voru á saltfisk-
veiðum í apríl og maí s. 1. fengu allir full-
fermi. Togarinn Saarbriicken kom fyrst-
ur heim um miðjan júní með 250 tonn af
söltuðum þorski, sem fluttur var út til
Ítalíu. Sjö aðrir togarar lönduðu í þýzk-
um höfnum en átta sigldu með aflann
beint til Portúgal.
Fiskets Gang.
Frá Kunada.
Geymsla fisks til flökunar siðar.
Þrír kanadískir vísindamenn (N. J.
Dyer, W. A. MaeCallum og Doris J.
Fraser, hafa látið það álit í Ijós, að hægt
sé að geyma heilfrystan kola í nokkurn
tíma og þíða hann og flaka seinna. í
skýrslum til Fiskirannsóknarráðs Kan-
ada benda þeir á að hentugt sé að geta
geymt eitthvað af aflanum óunnum þeg-
ar mikið fiskast og vinna hann þegar
minna berst að, því þá sé stöðugt hægd
að halda vinnslustöðinni við fulla fram-
leiðslu.
„U. S. Fish and Wildlife Service“ í
Framhald á bls. 364.
NánrLsgreinar bréfaskóla S/S eru:
Skipulag og starfshættir
samvinnufélaga
Fundarstjórn og fundarreglur
Bókfærsla I
Bókfærsla II
Búreikningar
Islenzk réttritun
íslenzk bragfræði
Enska fyrir byrjendur
Enska, framhaldsflokkur
Danska fyrir byrjendur
Danska, framhaldsflokkur
Þýzka fyrir byrjendur
Franska
Esperantó
Reikningur
Algebra
Eðlisfræði
Mótorfræði I
Mótorfræði II
Siglingafræði
Landbúnaðarvélar og verkfæri
Sálarfræði
Skák fyrir byrjendur
Skák, framhaldsflokkur
Ilvur sem þér búi<) á laiidinu, getiú þcr stundui) iiám vii)
bréfuskólnnn og þaiinig notii) tilsugnar
liinna fierustu kennara.
Athijtjli skal rakin á /ii'í, •««) ttréfankólinn starfar allt tírió.
BRÉFASKÓLI SÍS