Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 4
346
ÆGIR
veiðar, en margt aðkomubáta lagði þar á
land síld til söltunar og í frystingu. Var
reknetj aaflinn mjög góður, oft um og yf-
ir 100 tn. í lögn. Saltað hafði verið í um
5000 tn., en um 6000 tn. voru frystar til
beitu og útflutnings.
Hnífsdalur. Vb. Rán, hinn nýi vélbátur
þeirra Hnífsdæla hóf þorskanetjaveiðar
hinn 13. september og aflaði mjög vel.
Fékk báturinn 94 lestir til mánaðarloka.
Vb. Mímir var á reknetjaveiðum og fékk
alls um 800 tn.
ísafjarðarbær. Fimm stærstu bátar bæj-
arins voru á reknetjaveiðum, öfluðu vel
með köflum og heildarveiðin má teljast
góð. — Aflahæstu bátarnir eru vb. Guð-
björg með 1280 tn. og Gunnvör með tæp-
ar 1200 tn. — Auk Isafjarðarbátanna
lögðu ýmsir aðkomubátar upp síld í bæn-
um, m. a. vb. Auðbjörg og Húni frá
Höfðakaupstað. — Saltað hefur verið í
bænum í 3704 tn. Ókunnugt er sem stend-
ur um magn frystisíldar til beitu og út-
flutnings. Síldveiðunum er nú hvarvetna
hér lokið. — Einn rúmlega 20 lesta vél-
bátur, Ver, tók upp þorskanetj aveiðar í
byrjun mánaðarins og aflaði vel, fékk 84
lestir. Einn smávélbátur, Skúli fógeti, var
á færaveiðum, með tveimur mönnum. Afl-
aði hann 12.500 kg., stormar hömluðu
lengstum veiðum.
Togararnir voru að karfaveiðum við
Nýfundnaland og öfluðu vel. Bv. Sólborg
fékk 629 lestir í tveimur veiðiferðum. ís-
borg fór eina veiðiferð og aflaði 288
lestir.
Súðavík. Vb. Sæfari og Trausti voru
báðir á reknetjaveiðum og aflaði Trausti
einkum vel, fékk 1147 tn., en Sæfari 800
tn. Þeir byrjuðu veiðar 26. ágúst. Vb.
Valur, 14 lesta, stundaði færaveiðar, með
3 mönnum oftast fram yfir 20. septem-
ber og aflaði um 12 lestir.
Grunnavík. Vb. Dynjandi og Heklu-
tindur, hinn fyrrnefndi 10 lesta með 4
mönnum, hinn síðarnefndi, 5 lesta með
2 og 3 mönnum, stunduðu þorskveiðar
með netjum og sömulei'ðis í ágúst. Bátar
þessir hafa aflað mjög vel í sumar. Hefur
Dynjandi fengið um 105 lestir í tæpa tvo
mánuði, en Heklutindur um 80 lestir.
Steingrímsfjörður. Sex smávélbátar með
tveimur mönnum frá Hólmavík og
Drangsnesi voru stopult að veiðum með
færi og línu fram undir miðjan septem-
ber. Aflinn fremur rýr.