Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 8

Ægir - 15.10.1958, Blaðsíða 8
350 Æ GIR loffs). Með góðum árangri hefur tekizt að halda fiski í aðdráttarsviði og „teyma“ hann þannig með rafskautinu, þegar það hefur verið dregið í sjónum. Hægt er að sökkva rafskautinu niður að fisktorfu, sem er of djúpt til veiða, og leiða hana upp á hæfilegt dýpi svo hægt sé að kasta á hana. Auðvelt er að fylgja rafskautinu eftir á dýptarmælinum, og þegar það er 3—4 mtr. frá torfunni er rafstraumurinn settur á. Fiskurinn er líklegur að fylgja skautinu eftir í 1—3 mín. áður en hann deyfist, en þá sekkur hann hægt. Á meðan ætti að vera mögu- legt að loka nótinni um torfuna. 3. Orkuþörf og nýtni. Takmarkanir rafmagnsveiða eru háðar vissu lögmáli, þ. e. að ef auka á langdræg- ið um helming þá þarf 16 falda orku. Tilraunir hafa sýnt, að meira en 200 kW orka er ekki hagkvæm. Undir venjulegum kringumstæðum mun orkuþörfin vera inn- an við 100 kW og oft undir 50 kW eftir veiðiaðferð. Samkvæmt lauslegri áætlun mun lengri aðdráttarverkun en 40 mtr. fyrir smáfisk (síld) og 50 mtr. fyrir stærri fisk (1—2 mtr. túnfisk) ekki vera möguleg með núverandi tækni. Rafmagns-girðingu (lás), sem er nokk- urra mílna löng, má búa til ef þess er óskað, og virk dýpt getur verið niður á 100—150 mtr. dýpi. Hagnýtingin er þó háð fiskimagninu, meðalstærð fisksins, dýpinu o. fl. 4. Ný þekking — nýjar aðferðir — ágóðavon. Aðaltækin í dag eru Skot-pumpu að- ferðin, rafskautavarpan, rafmagnsgirð- ingin og möguleikinn til að auka aflann með herpinót. Lögmál fiskveiða með rafmagni hafa verið fundin og verldeg þekking er þegar fyrir hendi. Til tækjanna eru notaðir venjulegir rafmagnshlutir. Nokkrar veiðiaðferðir hafa verið reyndar og tækin eru fáanleg fyrir fisk- iðnaðinn. f samvinnu við hann verður að samræma þessar nýjungar venjulegum eldri aðferðum. En algjörlega óháð þeirri samvinnu munu endurbætt rafmagns- veiðitæki til smíði „rafveiði-skips“ fram- tíðarinnar (electro-fishing vessel). Erindi nr. 97, eftir J. Scharfe, tækni- ráðunaut fiskveiðideildar F. A. O. í Róm, fjallar um notkun dýptarmælis við athug- un á lögun flotvörpunnar í sjó. Tilraunir voru gerðar um borð í „Anton Dohrn“ í júní 1957 í Eystrasalti. Notaður var stór gúmmífleki, sem búinn var vél og dýptarmæli, og fór hann á eftir skipinu yfir vörpunni. Notaðar voru 3 gerðir af flotvörpum. í erindinu segir m. a.: Tvennskonar mikilvægar mælingar var auðvelt að gera, þ. e. togdýpið og lóðrétt op vörpunnar. Mynd nr. 22 sýnir hlutfallið milli mis- munandi langra víra á togdýpið og vörpu- opið. 25 mtr. lenging víranna jók tog- dýpið um 6—8 mtr. Auk þess hafði það þau áhrif á opið, að það minnkaði lóðrétt en jókst lárétt. Með 100 mtr. af vírum var opið 10 mtr. en 8,5 með 175 mtr. af vír. Mynd 23 sýnir vörpu með 2 leggjum. Með minni hraða eru þeir bogalagaðir, en beinir og strekktir með meiri hraða. (Því miður er þess ekki getið, hver tog- hraðinn er hverju sinni — Höf.). Hæð Mynd nr 23. Lóðningar af vörpn með aðeins tveim leggjuin. Sýnir bogann á leggjunum og legu pokans. 1. höfuðlína; 2. fótreipi; 3. leggir; 4. lóð; 5. hleri; C. togvís; 7. poki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.