Ægir

Volume

Ægir - 15.10.1958, Page 9

Ægir - 15.10.1958, Page 9
ÆGIR 351 hleranna breytist verulega eftir því hver toghraðinn er. Að endingu segir höf., að þótt þessar athuganir séu ekki fullkomnar, þá sýni þær kosti dýptarmæla til skjótra athug- ana á vissum eiginleikum flotvörpunnar. Þessar tilraunir eru undirstaða til athug- unar á veiðihæfni vörpunnar, sem að sjálfsögðu verður að fullreyna við raun- verulegar fiskveiðar. Erindi nr. 102 fjallar um fiskileit með dýptarmælum og asdic, eftir Guðmund Vestnes starfsmann rannsóknardeildar norsku fiskimálastjórnarinnar. Fyrri hluti erindisins fjallar um Asdic tækið um borð í G. 0. Sars, en þar segir m. a.: Veturinn 1945/46 var norska korv- ettan „Eglantine" fengin til að gera til- raunir við síldarleit með asdic-tæki skips- ins. Árangurinn lofaði góðu um slíka fiskileit, svo að ákveðið var að búa hið nýja rannsóknarskip norðmanna, „G. 0. Sars“ (1950) asdic-tæki. Það hefur nú verið notað í 25.000 klst. með góðum árangri í hafinu milli Islands og Noregs. I rannsóknarferðunum fyrir vetrar- vertíðina, er síldin venjulega í stórum torfum. Á þessum árstíma eru sjávar- hitabreytingar fremur litlar, svo að lá- réttur asdic-geislinn sveigist lítið, en það auðveldar mikið leitina. Við þannig skil- yrði og í hagstæðu veðri, næst venjulega 2000—2500 mtr. langdrægi. Vel æfður asdicvörður getur að vissu marki þekkt endurvörp síldartorfa frá öðrum merkjum með nákvæmri hlustun í heyrnartól eða hátalara. Þó er nauðsyn- legt að dýptarmælir sé í gangi til frekari aðgreiningar á endurvörpunum og til að vita um dýpt þeirra. Torfur vetrarsíldarinnar, þegar hún er á leið til hrigningastöðvanna, koma fram á dýptarmælinum eins og ,,halastjörnur“ frá 50 mtr. til ca. 1 sjóm. langar og 10 til 200 mtr. djúpar, eins og mynd nr. 24 sýnir. Þegar síldin kemur að ströndinni, og dýpið er minna en 200 mtr., þá versna skilyrðin og botnendurvörpum fjölgar, þannig að fara verður yfir þau með dýpt- armæli, til að sjá hvort um torfu eða botntind er að ræða. Sumarsíldveiöamar. Það er vitað að langdrægi asdictækjanna fer verulega eftir ástandi sjávarins á hverjum tíma. Á sumrin eru hitaskil og selta gleggri og dregur það verulega úr langdraginu, þannig að ekki er að vænta meira en 1000 mtr. langdrægis. Síðari hluti erindis G. Vestnes fjallar um tilraunir með dýptarmælingar, eða „hvítu línuna“. Þar segir m. a.: Árið 1954, er leitað var þorsks og ýsu á djúpu vatni í Barentshafinu, kom í ljós, að venjulegar gerðir dýptarmæla voru ekki heppilegar til þessara rannsókna. Árið eftir var áætlun gerð í samræmi við Simonsen Radio í Oslo, um tilraunir til smíði á mæli, sem sýndi fisk á 200—400 mtr. dýpi og fisk, sem var þétt við botn- inn. Mynd nr. 24. Lóðningar af venjulegri vetrarsíldartorfum viS Noreg (göngutorfur). FjarlægS milli lóöréttra lína er 1 sjómfla. Dýpi 0-200 m. „G. O. Sars“, jan. 1955.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.