Ægir

Årgang

Ægir - 15.10.1958, Side 10

Ægir - 15.10.1958, Side 10
352 ÆGIR Fyrst var gerð tilraun með endurbætt- an viðtökumagnara venjulegs Simrad mælis, og mátti með þeirri endurbót finna einstaka þorska og ýsur allt niður á 200 mtr. dýpi. Því næst voru ýmsar gerðir botnstykkja reyndar og náðist mjög góð- ur árangur með botnstykki, sem hafði 6,5° langskips og 22° þverskips geisla- vídd. Með því fengust endurvörp frá 200—400 mtr. dýpi áberandi betur en áður. Þetta tæki hefur nú verið reynt á mörg- um rannsóknarferðum G. O Sars í N,- norska strandsjónum og í Barentshafi og með góðum árangri, m. a. í sumum til- fellum til að þekkja þorsk og ýsu frá öðrum fiski. Mynd nr. 25 sýnir lóðningar við merk- ingu á þorski og ýsu. Fyrst er skipið kyrrt, meðan á merkingu stendur. Nærri lóðréttu lóðningarnar (strikin) til vinstri, eru af einstaka fiski á niðurleið eftir merkingu. Á um 100 mtr. dýpi virðist hann stoppa, e. t. v. til að venjast aukn- um þrýstingi. Nokkru til hægri á mynd- inni sézt þegar vörpunni er slakað niður, en lengst til hægri er skipið komið á ferð og fisklóðningarnar orðnar að litlum doppum eins og venjulega. Meiri erfiðleikum var bundið að fá lóðningar af fiski, sem var þétt við botn. Tilraunum var haldið áfram og í apríl 1957 hafði náðst árangur eins og mynd 26 sýnir. Þar eru samtímis lóðningar með venjulegum mæli og mæli með „botn- loka“ (bottom blocking), eða „hvítu lín- unni“ svokölluðu, þegar skipið var við togveiðar á Barentshafi. Botninn kemur fram fyrst sem þunn lína, en þegar fisk- ur er undir, þá þykknar línan upp á við. Það virðist sennilegt. að „hvíta línan“ muni reynast mjög gagnlegt fiskimönn- um. Auk þess gæti þessi nýjung gefið upp- lýsingar um fiskimagn í miðsjávartorf- um, t. d. síld. Síðasta erindi, sem fjallar um fiski- leitartækin, er eftir Dr. Fahrentholz, for- stjóra Behm-Echolot verksmiðjunnar í Kiel. Þar segir hann frá dýptarmæli, er verksmiðja hans framleiðir, sem m. a. á að sýna fisk við botninn. Er þar byggt á svipuðum atriðum og hjá öðrum fram- leiðendum um „hvítu línuna“. þ. e. að endurvarp botnsins, sem er mun sterkara en fiskilóðningin, er látið loka viðtækinu örstuttum tíma eftir að það nær til skips- ins, en mjó svört rönd (botndýpið) mynd- ast áður en „hvíta línan“ byrjar. Mynd nr. 25. Lóöning tekin meðan sleppt var merktum fiski frá „G. O. Sars“, og var byrjað að toga á ný. í Barentshafi í marz 1956.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.