Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.10.1958, Qupperneq 11

Ægir - 15.10.1958, Qupperneq 11
Æ GIR 353 s- Eldri <rerð Mynd nr. 26. Lóðningar frá gamalli gerð bergmálsdýptar- mælis og frá nýrri gerð með botnloka. Þær sýna þorsk- og ýsutorfur fast við botninn. Hra'Si skipsins 4 hnútar. í Barentshafi í apríl 1957. Dr. Fahrentholz segist hafa unnið að þessari nýjung um langan tíma og að árangurinn sé mjög góður. Þá segir hann frá mæli með tveim C. R. T. útfærslum (fisksjám), sem hann framleiðir. Önnur sýnir sviðið frá skipi til botns en hin er til að kanna minna svið, eða 15 mtr. í einu. Að lokum segir hann frá „asdic- búnaði“ með fjórum föstum botnstykkj- beggja megin við kjöl skipsins. Með skiptara, sem hafður er uppi í brúnni, er valið á milli þessara botnstykkja, svo hægt er að senda láréttan geisla í fjórar mismunandi áttir út frá skipinu. Við hag- stæð skilyrði, segir hann að lokum, er hægt að finna torfur í nokkur hundruð metra fjarlægð frá skipinu. Þessum útdráttum og lauslegu þýðing- um á erindunum, sem lögð voru fram á fundinum í Hamborg, er nú lokið. Ég vona, að einhvern fróðleik megi í þeim finna, þó augljóst sé, að þar er ekki um neinar verulegar nýjungar að ræða, og mikið af því, sem hér hefur verið endur- sagt, er íslenzkum fiskimönnum þegar kunnugt. Ég geri ráð fyrir, að einna mesta at- hygli veki erindi Juergen Dethloff, um fiskveiðar með rafmagni, enda ekki að á- stæðulausu. En mér finnst svo margt vanta í erindi hans, t. d. um fisktegundir, hvar tilraunir hans hafi verið gerðar, um hvaða fisktegund sé að ræða á myndun- um o. fl., að manni finnst, að sagan sé ekki öll sögð. Enda kvartar hann yfir ó- sanngjörnum skrifum um rafmagnsveið- ar að um þær hafi verið ritað af van- þekkingu. Manni dettur þó í hug, hvers vegna þessi veiðiaðferð sé ekki orðin almennari, fyrst hún er svona einföld. Tilraunir J. Dethloffs eru áreiðanlega hinar merkileg- ustu og eiga skilið athygli. Grundvallar- atriðin eru mjög líklega rétt, og hann segir, að tækin séu til — en endarnir ná þó ekki saman einhverra hluta vegna. Á fundum sem þessum, þar sem koma m. a. fulltrúar ýmissa framleiðenda, er varla við því að búast að þar sé sagt frá öllu því, er fyrirtæki þeirra vinna að eða hafa hug á að framleiða, það eru þeirra ,,hernaðarleyndarmál“. Ég geri ráð fyrir, að að baki hverri nýrri tegund mæla eða fiskileitartækis, sé oft margra ára til- raunastarf og undirbúningur. Því er það, að sjaldan er almenningi sagt meira á Framhald á bls. 356.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.