Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1958, Síða 17

Ægir - 15.10.1958, Síða 17
ÆGIR 359 <-------------------------------- Erlendar fréttir -------------------------—.—> Frá Danmörku. Fiskútflutningur Dana. Á fyrsta f jórðungi þessa árs fluttu Dan- ir út fisk til V.-Þýzkalands fyrir 12,1 millj. d. kr. og eru V.-Þjóðverjar þar með stærsti kaupandi fiskafurða í Danmörku. í öðru sæti voru Bretar með 11,2 millj. d. kr. þar næst Svíar og svo Bandaríkin. Er hér um töluverðar breytingar að ræða frá fyrra ári því þá voru Bretar í fyrsta sæti og Bandaríkin í þriðja. Enda þótt Bandaríkin séu nú í fjórða sæti sem innflytjandi fiskafurða frá Danmörku jókst innflutningurinn þangað um 3 millj. d. kr. á ofannefndu tímabili. Einnig jókst fiskútflutningur til Hollands, A-Þýzka- lands, Sviss og Belgíu. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fluttu Danir út fisk- afurðir að verðmæti 77,1 millj. d. kr. á móti 63,7 millj. d. kr. á sama tíma í fyrra. Á árinu 1957 varð heildarútflutn- ingur Dana á fiskafurðum 163.000 tonn að verðmæti 309 millj. d. kr. á móti 161.000 tonnum að verðmæti 300 millj. d. kr. árið 1956. Útflutningur fiskafuröa frá Danmörku. 1957 1956 lestir millj. lestir millj. kr. kr. ísaður fiskur og saltfiskur 68.500 133,6 64.500 120,0 Flök 13.200 39,0 14.000 43,0 Silungur 4200 27,6 4.000 25,6 SaltaSur og reyktur fiskur 7.100 19,7 10.800 26,7 Ostrur 8.700 5,0 13.400 5,2 NiðursoSinn fiskur . 5.500 21,1 5.700 21,0 Fiskmjöl 42.200 49,0 40.000 46,2 Búklýsi 8.300 11,3 8.200 11,5 Lifrarlýsi (Tran) .. 4.900 2,7 600 1,1 AFZ Allgemeine Fischwirtschaftszeitung. Frá Japan. Hvalveiöar. Hvalveiðiþjóðir eru um þessar mundir áhyggjufullar vegna stöðugt aukinnar þátttöku Rússa og Japana í hvalveiðum. Er hér um hreint kapphlaup að ræða til að veiða sem mest af þeim 14.500 blá- hvölum, sem leyft er að veiða á ári hverj u og hafa Rússar fleiri hvalbáta við veið- arnar en aðrir. Virðist úthlutun leyfðrar veiði lítið hafa að segja þegar svo er komið, enda á það bent, að hvalveiðisam- komulagið sé freklega brotið. Munu Norðmenn ætla að taka málið til athug- Rússar auka stöðugt hvalbátaflota sinn og hafa boðað tvo viðbótar leiðangra á vertíðinni 1959—1960. Jafnframt byggja þeir hraðgenga hvalbáta. Norskir leið- angrar nota 7 til 14 hvalbáta hver, en þeir rússnesku 24 báta. Á síðustu vertíð sögðust Rússar hafa veitt 1563 bláhveli eða 10,5% af leyfðri hámarksveiði. Þeir sem til þekkja segja að ómögulegt hafi verið að fullnýta þetta hráefnismagn á þeim 69 dögum sem veið- ar voru leyfðar. Japanir hafa einnig stöðugt aukið þátttöku sína í veiðunum. Þetta gefur til kynna, að áhugi fyrir að viðhalda hval- stofninum sé ekki sérlega mikill, en norsku brautryðjendurnir vilja heldur hafa áframhaldandi atvinnu af veiðun- um, en ganga af hvalstofninum dauðum með of mikilli ágengni. Fiskaren. Fiskveiöar Japana 1957. Fiskveiðar Japana gengu með afbrigð- um vel árið 1957. Heildaraflinn, að und- anskildum hvalafla, nam 5.398.000 tonn- um, sem er 13% meiri afli en árið 1956 og 10% meira en 1955, en það ár var bezta aflaárið eftir styrjöldina þar til nú. Þessi góðu aflabrögð 1957 eru álitin stafa af hagstæðum fiskigöngum ásamt auk- inni veiðitækni og endurnýjun veiðitækja. Á sama ári veiddu Japanir samtals 16.018 hvali og er það 3.102 hvölum meira en árið 1956. Fisheries Council of Canada Bulletin.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.