Ægir

Årgang

Ægir - 15.10.1958, Side 22

Ægir - 15.10.1958, Side 22
364 ÆGIR Erlendar fréttir Framhald af bls. 361. Boston hefur látið slíkar rannsóknir fara fram á þorski og ýsu og leiða þær í Ijós, að hægt sé að geyma sumar tegundir þeirra frystar í einn til tvo mánuði, þíða þær síðan og flaka. Þessi árangur náðist aðallega með fisk, sem var frystur nokkrum klukku- stundum eftir að hann var veiddur. Amerísku vísindamennirnir segja, að þorskur megi ekki hafa verið ísaður lengur en í þrjá daga áður en hann sé frystur til að ná góðum árangri. Tilraunir voru gerðar með 500 lbs af óslægðum kola og 500 lbs af slægðum kola. Eini fáanlegi fiskurinn hafði verið sjö daga í ís. Fiskurinn var sæmilega vel útlítandi. Hann var þveginn og síðan voru 100 lbs slattar bæði af slægðum og óslægðu settir í frystipönnur og frystir við loftblástur við mínus 29 gráður á Celsíus í eina til tvær klukkustundir. Fiskurinn var síðan settur í tréumbúðir og sumt af honum geymt við mínus 23°C. og hitt við mínus 12°C. Afgangurinn af þvegna fiskinum var ísaður aftur og síðan frystur eftir 11, 14 og 18 daga geymslu í ísnum að meðtöld- um þeim tíma, sem hann hafði verið fs- aður í bátnum. Þetta var gert til að kom- ast að raun um hvort geymslutíminn í ís áður en frysting fór fram, hefði einhver áhrif á geymsluna á fiskinum frystum. Þegar fiskurinn var tekinn til rann- sóknar var hann fyrst þíddur í 24 klukkustundir við 4°C. og síðan flakað- ur. Eftir mánaðar geymslu hafði roðið þornað lítið eitt, en flökin voru eðlilega útlítandi. Ekki hafði fiskurinn þornað neitt né hitabreyting átt sér stað. Sá hluti fisksins, sem lengst var í ís (18 daga) var skemmdur og flökin báru grænleitan lit. Eftir tveggja mánaða geymslu leit fiskurinn eðlilega út, þegar búið var að þíða hann, en örlítið bar á, að hann hefði þornað. Við flökun kom hins vegar í ijós, að þessi fiskur var ekki markaðshæfur. Því við roðið var hann ljósgulur og gul- brúnn. Meðalrakastig frysta fisksins var 81,2% og þótt hann þornaði yzt sakaði það því ekki flökin, sem úr honum feng- ust. ÚTVEGUM PAPPÍRSPOKA undir fiskimjöl og sildarmjöi fpá papplrspokaverksmlðjunni M. Petersen & Sön, Moss, Norge. — Mjög hagstætt verð. — Upplýsingar hjá umboðsmannl. KAUPUM: Allar tegundir af lýsi, hrogn, tómar tunnur. BERNH. PETERSEN fiskimjöl, sildarmjöl, skreið, grásleppuhrogn og SELJUM: Kaldhreinsað meðalalýsi, íóðurlýsi, lýsistunnur, vítissóda, salt og kol í heilum förm- um, nótabáta, björgunarbáta og vatnabáta úr aluminium. Pósthólf 1409 - Reykjavík - Sími 115 70. Simnefni: Bemhardo. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er rúmar 300 síður og kostar 45 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er 1 05 01. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson. Prentað í ísafoldarprentsm.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.