Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.08.1964, Qupperneq 3

Ægir - 15.08.1964, Qupperneq 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 57. árg. Reykjavík 15. ágúst 1964 Nr. 14 IJtgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND 1.—31. júlí 1961). Vestmannaeyjar: Þaðan hafa 67 bátar stundað veiðar, þar af 24 bátar með fiski- troll, 12 með humartroll, 10 með drag- nót, 3 með lúðulínu og 18 bátar hafa stundað síldveiðar aðallega við Vest- mannaeyjar, en 5 þeirra fóru um tíma til síldveiða við Norðurland. — Gæftir voru slæmar á tímabilinu fyrir dragnótina og humarveiðar og afli yfirleitt rýr, aflinn á tímabilinu (síldarafli ekki meðtalinn) varð 1343 lestir (þar af voru 36 lestir slitinn humar). 6 bátar hafa hver um sig farið 1 söluferð á erlendan markað með alls 160 lestir, þar af er eigin afli 130 lestir. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 5 bátar humarveiðar. Gæftir voru fremur slæmar °g afli rýr. Aflinn á tímabilinu varð alls 38 lestir, þar af voru 7 lestir slitinn hum- ar. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur dragnótaveiði, aflinn hjá humarbátunum varð 20 lestir á tímabilinu, þar af voru 7 lestir slitinn humar. Afli dragnótabátsins varð 13 lest- ir, þar af voru 7 lestir ýsa en 6 lestir koli. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 4 bátar humarveiðar. Aflinn á tímabilinu varð ^lls 52 lestir, þar af voru 12 lestir slitinn humar. Gæftir voru mjög óhagstæðar. Grindavík: Þaðan hafa 14 bátar stund- að humarveiðar (þar af eru 3 aðkomubát- ar). Gæftir hafa verið fremur óhagstæð- ar og varð afli fremur rýr. Aflinn á tímabilinu varð alls 202 lestir, þar af voru 57 lestir óslitinn humar. Sandgerði: Þaðan hafa 10 bátar stund- að veiðar á tímabilinu, þar af voru 4 með humartroll, 3 með botnvörpu og 3 með dragnót. Gæftir voru stirðar. — Aflinn á tímabilinu varð alls 387 lestir í 83 sjó- ferðum og skiptist þannig: 1 botnvörpu 171 lest í 39 sjóferðnm í humartroll 99 lestir í 21 sjóferð I drag'nót 87 lestir í 23 sjóferðum Keflavík: Þaðan hafa 25 bátar stundað veiðar, þar af voru 3 bátar með botn- vörpu, 6 með humartroll og 16 með drag- nót. Gæftir voru afar óhagstæðar. Aflinn á tímabilinu varð sem hér segir: I botnvörpu 40 lestir í 8 sjóferðum í humartroll 62 lestir í 22 „ í drag'nól, 782 lestir í 87 „ Vogar: Þaðan stunduðu 2 bátar hum- arveiðar, gæftir voru slæmar og afli fremur rýr, eða alls 52 lestir á tímabil- inu, þar af voru 23 lestir óslitinn humar. Hafnarfjörður: Þaðan hafa 15 bátar stundað humarveiðar, afli þeirra á tíma- bilinu varð 220 lestir, þar af voru um 80 lestir slitinn humar. Reykjavík: Þaðan hafa 42 bátar stund- að veiðar á tímabilinu, þar af voru 20 með humartroll, 18 með dragnót, en 4

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.