Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1964, Síða 5

Ægir - 15.08.1964, Síða 5
ÆGIR 247 Hnífsdalur: Engin útgerð var þaðan í júní. ísafjördur: 19 bátar voru á handfæra- veiðum og 1 á humarveiðum, og var heild- araflinn 229 lestir. Aflahæstur ísafjarð- arbáta var Gylfi með 42 lestir af fiski og 14 lestir af humar, en af færabátunum var Örn aflahæstur með 36 lestir í 6 róðr- um. Súðavík: 1 bátur stundaði humarveiðar fvá Súðavík og var búinn að fá 18 lestir af fiski og humar. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í júní Um mánaðamótin maí-júní voru flestir stóru bátarnir í fjórðungnum að verða til- búnir að fara á síldveiðarnar, og byrjuðu flestir í fyrstu viku mánaðarins. Fjórir bátar 25 til 53 tonna voru á humarveið- um. Nokkrir minni bátar 15 til 30 tonna fóru á dragnótaveiðar strax og leyfi til veiðanna var veitt. Minnstu þilfarsbát- urnir stunduðu línu- og handfæraveiðar. Einnig voru tveir eða þrír stærri bátar á handfæraveiðum. Mjög fáir opnir vélbát- av stunduðu veiðar. Síldveiðin í mánuðin- uni gekk yfirleitt fremur vel. Humarveið- arnar gengu vel. — Dragnótaveiðarnar Sengu allsæmilega, en á línu og handfæri yar aflinn mjög lélegur. Það lítur helzt ut fyrir að smábátaútgerðin í fjórðungn- um ætli alveg að leggjast niður. Hornafjörður: Þaðan eru 4 stóru bát- arnir á síldveiðum frá því snemma í mán- abinum. Þrír minni bátar eru á humar- veiðum, auk þess lagði einn humarveiði- bátur frá Norðfirði þar upp afla sinn. ~~ Tveir minnstu þilfarsbátarnir fóru á óragnótaveiðar, og einn opinn vélbátur uieð tveimur mönnum reri með línu. Afli var fremur lítill hjá öðrum en humarbát- unum, en þeir fengu milli 80 og 90 tonn af humar óslitnum. Afli alls lagður á land í ínánuðinum var 127,5 tonn. Djúpivogur: Stóru bátarnir tveir fóru a síldveiðar strax upp úr mánaðamótun- Um. .— Tveir minni þillfarsbátar fóru á dragnótaveiðar þegar leyfin voru veitt. Einn lítill þilfarsbátur reri eitthvað með línu. Mjög lítill afli barst á land í mánuð- inum. Ein síldarsöltunarstöð mun verða starfrækt í sumar. Breiðdalsvík: Þaðan er v/s „Sigurður Jónsson“ á síldveiðum frá því fyrir miðj- an mánuðinn. Annað er ekki stundaður sjór þaðan. Um mánaðamótin voru komin um 10.000 mál af síld til bræðslunnar. Síld mun verða söltuð þar á einni söltun- arstöð eins og á síðastliðnu sumri. Stöðvarfjöröur: Stóru bátarnir tveir fóru á síldveiðar snemma í mánuðinum. Annað var ekki stundaður sjór þaðan og því enginn afli lagður þar á land í mán- uðinum annað en 150 tunnur af síld sem voru frystar. Söltuð verður síld á einni söltunarstöð í sumar þegar þar að kemur. Fáskrúösfjöröur: Þaðan fóru þrír stóru bátarnir á síldveiðar snemma í mánuðin- um. Þrettán smábátar reru nokkuð með línu, aðallega fyrrihlutann í mánuðinum, en voru allir hættir fyrir mánaðamótin, mest vegna aflaleysis og einnig vegna þess að mikil atvinna var í landi, sérstak- lega eftir að síldveiðarnar hófust. Enginn minni þilfarsbátanna hefir farið á drag- nótaveiðar. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti eitthvað innan við 30.000 mál af síld um mánaðamótin. Þrjár síldarsölt- unarstöðvar eru tilbúnar til að salta síld nú um mánaðamótin. Rey'öarf jöröur: Stóru bátarnir tveir eru á síldveiðum. Annar byrjaði um mánaða- mótin, en hinn um miðjan mánuðinn. — Opnu vélbátarnir reru lítið og öfluðu lít- ið. Síldarverksmiðjan tók til starfa strax um mánaðamótin og hefir starfað óslitið síðan. Að minnsta kosti þrjár síldarsölt- unarstöðvar verða starfandi í sumar. Eskifjörður: Átta stórir bátar eru á síldveiðum og byrjuðu flestir rétt um og upp úr mánaðamótunum. Smærri bátar hafa sama og ekkert róið. — Síldarverk- smiðjan var búin að taka á móti um 36.- 000 málum af síld um mánaðamótin. Lít- ilsháttar hafði verið fryst af síld. Fimm

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.