Ægir

Årgang

Ægir - 15.08.1964, Side 6

Ægir - 15.08.1964, Side 6
248 ÆGIR síldarsöltunarstöðvar verða starfræktar í sumar. NorSfjörður: Átta stórir bátar eru á síldveiðum. — Einn 25 tonna bátur er á humarveiðum og leggur aflann á land á Hornafirði. Tíu til tólf minni bátar hafa róið að staðaldri ýmist með línu eða hand- færi. Aflinn var oftast mjög tregur eða alls lagt á land í mánuðinum um 197 tonn. Lítilsháttar var lagt á land annarsstaðar. Síldarverksmiðjan tók til starfa strax eft- ir mánaðamótin. Fimm síldarsöltunar- stöðvar munu starfa í sumar. Mjóifjörður: Þar er aðeins einn níu tonna bátur sem dálítið er róið á og legg- ur hann aflann upp á Norðfirði. Seyðisfjörður: Fjórir stórir bátar fóru á síldveiðar strax eftir mánaðamótin. — Tveir bátar 15 og 30 tonna fóru á drag- nótaveiðar seint í mánuðinum og tveir minni bátar róa með línu og handfæri. Dragnótabátarnir öfluðu fremur vel og létu aflann að mestu í skip sem sigldi með hann til Bretlands. Afli hinna var mjög tregur. Síldarverksmiðjan tók til starfa snemma í mánuðinum. Lítilsháttar var fryst af síld. Níu síldarsöltunarstöðvar munu verða starfandi í sumar. Borgarfjörður: Þar eru ekki nema opn- ir vélbátar og hefir ekki verið um neina eiginlega útgerð að ræða það sem af er árinu, enda afli afarlélegur það sem reynt hefir verið að róa. Síldarverksmiðjan tók til starfa snemma í mánuðinum. — Tvær síldarsöltunarstöðvar munu verða þar í sumar. Vopnafjörður: Útgerð þar er einn 40 tonna bátur og einn 5 tonna þilfarsbátur, sem báðir eru gerðir út að mestu með handfærum. Lítilsháttar hafa opnir vél- bátar einnig róið, en afli verið mjög lítill. Alls var afli lagður á land í mánuðinum rúm 40 tonn. Nokkuð af því var af að- komubátum. — Síldarverksmiðjan tók til starfa strax eftir mánaðamótin. Fjórar síldarsöltunarstöðvar verða þar í sumar. Bakkafjörður: Þar eru aðeins opnir vélbátar, en vegna aflatregðu hefir eng- inn róið þar að staðaldri. Fyrsta síldin kom þangað í bræðsluna um miðjan mán- uðinn. Ein síldarsöltunarstöð mun starfa í sumar. SlLDVEIÐARNAR norðanlands og austan. 8. jvU. S.l. sólarhring var bræla á mið- unum og ekkert veiðiveður. 13 skip til- kynntu síldarleitinni um afla alls 4.350 mál og tn. 9. júlí. Landlega var og öll skip í höfn s.l. sólarhring. 10. júlí. Komið var sæmilegt veður, en aðeins einn bátur tilkynnti veiði, 700 tn., sem veiddist norður í Tangaflaki. Ægii’ fann síld 69 sjómílur 77° frá Langanesi. 11. júlí. Síldarleitinni var tilkynnt uB afla 50 skipa með samtals 25.750 mál og tn. Fáein skipanna fengu afla sinn 70 mílur austur af Langanesi, en flest fengu skipin afla í Héraðsflóadýpi og nokkur sunnar, þ.e. í Tangaflaki. — Bræla hefir verið á miðunum undanfarna daga, en i gær var komið ágætt veður. 12. júlí. S.l. sólarhring var veður gott og mikið kastað. 117 skip með samtals 111.180 mál og tn. tilkynntu síldarleitinni um afla. Síldin veiddist í Héraðsflóa og alla leið suður undir Hvalbak. Síldin vai’ mjög blönduð og fór því mestur hluti hennar í bræðslu. 13. júlí. 52 skip með samtals 46.600 mál og tn. tilkynntu afla s.l. sólarhring, og veiddist síldin aðallega 20-25 míhu’ SSA og ASA af Skrúð. 14. júlí. Síldarleitinni var tilkynnt uni afla 50 skipa með 30.900 mál og tn. Veiði- svæðið var aðallega í Norðfjarðardýpi suður undir Hvalbak. Veður var sæmilegt á miðunum, en norðar var suðvestan bræla allt að 6 vindstigum. Síldin er enn nokkuð blönduð. 15. júlí. 43 skip fengu alls 23.850 niál og tn. Veiðisvæðið var eingöngu í Norð- fjarðardýpi, í Tangaflaki að norðan og Gerpisflaki að sunnan. Veðrið var sænú-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.