Ægir - 15.08.1964, Qupperneq 9
ÆGIR
251
Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér
segir:
1964 1963
í salt uppsalt. tn. 98.843 209.131
í bræöslu mál 1.177.060 327.971
í frystingri uppm. tn. 19.323 17.849
Vikan 26. júlí—1. ágúst i
Vikuaflinn nam 88.523 málum ogtunn-
um og var heildarafli á miðnætti laugar-
dags. 1. ágúst orðinn 1.463.115 mál og
tunnur. Síldarúrgangur frá söltunarstöðv-
um alls 79.366 mál, er innifalinn í heild-
armagninu.
Vikuaflinn á sama tíma í fyrra var
116.760 mál og tunnur og heildarafli þá
orðinn 673.711 mál og tunnur.
Aflinn hefur verið hagnýttur þannig:
1964 1963
í salt upps. tn. 134.692 270.426
í bræðslu mál 1.308.302 381.111
í fryst. uppm. tn. 20.211 22.174
Vikan 2.—8. ágúst
Vikuaflinn nam 140.184 málumogtunn-
um og var þá heildaraflinn orðinn s.l.
laugardag 1.603.299 mál og tunnur, en á
sama tíma í fyrra 865.139 mál og tunnur.
I Vestmannaeyjum hefur frá júníbyrj-
un verið landað 119.714 málum.
Aflinn hefur verið hagnýttur þannig:
1964 1963
í salt uppm. tn. 160.864 340.585
í bræðslu mál 1.419.322 499.857
í fryst. uppm. tn. 23.113 24.697
TOGARARNIR
- ! í júlí
í júlí stunduðu sunnlenzku togararnir
langmest karfaveiðar við Austur-Græn-
land, einkum á Jónsmiðum og SA af Ang-
^uagssalik og í námunda við þessi mið.
Yfirleitt fékkst þarna vænn karfi, sem
fór til vinnslu í frystihúsunum. Nokkrir
togarar komu með fullfermi af þessum
^uiðum. Togarinn Sigurður hafði mestan
afla í veiðiför í mánuðinum, 343 lestir.
Einn togari var við Vestur-Grænland,
mest úti af Frederikshaab og í Juliane-
haabbugt, en fékk ekki mikinn fisk.
Þá er í frásögu færandi, að togarinn
Þorsteinn þorskabítur fór í fiskileitar-
ferð á Nýfundnalandsmið og leitaði bæði
á Ritubanka og í Sundál í grennd. Fannst
smákropp á nokkrum stöðum, en karfinn
var ekki talinn góður í vinnslu.
Nokkrir togarar voru á heimamiðum
aðallega á svæðinu frá Víkurál og suður
í Jökultungur, en gerðu ekki eins góða
túra og þeir. sem fóru til Austur-Græn-
lands. — Átta söluferðir voru farnar til
Bretlands með fisk af heimamiðum og
tókust yfirleitt mjög vel miðað við þenn-
an árstíma, en þó voru seinni söluferðir
mun betri.
Þrír af togurum Útgerðarfélags Akur-
eyringa stunduðu eingöngu veiðar fyrir
norðan land, mest á Kolbeinseyjar- og
Sléttugrunnssvæðinu og fiskuðu frekar
vel, mest þorsk og talsvert af karfa.
Eftirfarandi tafla sýnir hvar og hve
miklu togararnir lönduðu í júlímánuði:
Löndunarhöfn: Landanir: Landaðmagn
Reykjavík 19 3.546.470
Akureyri 10 1.381.940
Hafnarfjörður 1 188.300
Bretland 8 1.127.412
38 6.244.122
ísfiskurinn á brezka markaðinum seld-
ist fyrir £ 79.383-15-3 eða að jafnaði kr.
8,45, pr. kg., sem er ágætt verð yfir há-
sumarið. Mestan afla lagði á land í mán-
uðinum togarinn Sigurður, 633 lestir í
tveim veiðiferðum.
Söluferðir vélbáta. )
I júlí voru farnar 10 söluferðir á er-
lendan markað með ísvarinn bátafisk. —
Mest var þetta fiskur af Vestmannaeyja-
bátum og var ýmist seldur í Grimsby eða
Aberdeen. Samtals voru þetta 272,014 kg.,
sem seldust fyrir £ 26.257-19-7 eða að
jafnaði kr. 11.58 fyrir kílóið. Mestmegnis
var þetta ýsa og nokkuð af þorski og svo
skarkoli og þykkvalúra.