Ægir - 15.08.1964, Síða 11
Æ GIR
253
2)a uíf> Ofafsson, fislimáfasti
’jon:
Staha íslenzkra fiskveiða í Evrópu
Niðurlag
Á undanförnum árum, við skulum segja
í nær hálfan annan áratug, hefur því oft
verið haldið fram að afstaða íslendinga í
landhelgismálinu hafi verið einstrengings-
leg og valdið sumumþjóðummiklutjóniog
óheppilegri þróun á alþjóðavettvangi. Við
höfum oftlega verið að því spurðir af
hverju við vildum ekki semja um þessi mál
og hvattir til þess að fara þá leið, einnig
af okkur vinveittum þjóðum, sem ekki
hafa haft hér neinna hagsmuna að gæta.
Okkar svar hefur alltaf verið hið sama.
Á þessu sviði hafa skapazt vissar reglur
alþjóðaréttar, sem við hljótum að byggja
aðgerðir okkar á, en samningar um slíkt,
þar sem um lífshagsmunamál þjóðarinn-
ar er að tefla geta ekki komið til greina.
Þeir samningar, sem gerðir voru við Bret-
land árið 1961 voru alveg sérstaks eðlis.
Þá hafði Bretland í meira en 2*4 ár neit-
að að viðurkenna 12 mílna fiskveiðiland-
helgi við Island og sem afleiðing af því
hafði skapazt mikið hættuástand á hafinu
umhverfis Island, þar sem brezkir togar-
ar stunduðu veiðar undir vernd herskipa.
Þeirri hættu var bægt frá með samningn-
um en jafnframt, og það var þýðingar-
mikið, ekki aðeins viðurkenndu Bretar
óafturkallanlega 12 mílna fiskveiðiland-
helgina, heldur einnig nýja grunnlínu á
fjórum stöðum, sem jafngiltu verulegri
stækkun fiskveiðilandhelginnar frá því,
sem ákveðið hafði verið 1958, þegar 12
mílurnar voru ákveðnar. Á móti þessu
fengu Bretar svo heimild til veiða á milli
6 og 12 mílna á takmörkuðum svæðum og
takmörkuðum tímum, en aðeins til þriggja
ára og rann sá tími út í marz á þessu ári.
En með samningi þessum er einnig
komið í veg fyrir, að slíkt ástand geti
skapazt aftur eins og var hér áður en
samningurinn var gerður, því ef til kem-
ur, að íslendingar færa frekar út fisk-
veiðilandhelgi sína og ágreiningur verður
um það, þá getur hvor aðili, sem er, Bret-
ar eða íslendingar, skotið þeim ágreiningi
til Alþjóðadómstólsins. Bretar geta því
ekki beitt flotaveldi sínu, en íslendingar
hafa með þessu lýst því yfir, að þeir munu,
eins og hingað til, byggja aðgerðir sínar
á grundvelli alþjóðalaga, enda er það skoð-
un íslendinga, að smáþjóð, eins og við
vissulega erum, eigi sína beztu vernd í
alþjóðalögum.
Vissulega er það rétt, að það féll í hlut
íslendinga að hafa forystu í þessu fisk-
veiðilandhelgismáli um árabil og við telj-
um, að við höfum þar rækt sögulegt hlut-
verk, en þá er líka á það að líta, að rökin
eru að nokkru leyti sótt í dóm Alþjóða-
dómstólsins í máli Norðmanna og Breta,
frá árinu 1951, en þar var einmitt sér-
staklega tekið tillit til efnahagslegra sjón-
armiða, sem ávallt hefur verið einn hyrn-
ingarsteinninn undir málflutningi íslend-
inga í þessu máli og sá, sem dugað hefur
okkur einna bezt.
Því verður ekki neitað, að þróun fisk-
veiðilandhelginnar í Evrópu hefur haft
veruleg áhrif á vissar greinar fiskveiða
sumra Evi’ópuþjóðanna, einkum úthafs-
togveiðarnar. Það var að vísu hæpið að
tala um úthafsveiðar þegar togarar stund-
uðu þessar veiðar inn að þremur mílum frá
ströndinni, einnig í flóum og stórum fjörð-
um, það mundum við nú kalla grunnmiða-
veiðar, en þannig höfðu þessar veiðar verið
stundaðar um meira en hálfrar aldar skeið
við ísland, m. a. með þeirri augljósu af-
leiðingu, að vissir fiskistofnar voru komnir
á hnignunarstig og sjá mátti fyrir, að svo