Ægir

Volume

Ægir - 15.08.1964, Page 13

Ægir - 15.08.1964, Page 13
Æ GIR 255 þau, að nauðsyn bæri til að vernda fiski- stofnana á svæðinu umhverfis Island, m. a. með því að minnka veiðigetuna á þeim hluta svæðisins, sem væri innan 12 míln- anna. Of mikið álag á fiskistofnana um langt árabil hafði greinilega haft þau áhrif, að sumir þýðingarmiklir stofnar fóru minnkandi. Það er mikill munur á því hvort fáum íslenzkum togurum, þeir eru nú alls 40 að tölu, er leyft að veiða á takmörkuðum svæðum og tímum innan 12 mílnanna undir ströngu eftirliti, eða að hleypa hundruðum erlendra togara á þessi svæði, svo ekki sé talað um allt inn að 3 mílum og í flóum og fjörðum. Með útfærslu fiskveiðilandhelginnar hafa íslendingar vissulega tekið á sig mikl- ar skyldur um varðveizlu fiskistofnanna á þessu svæði svo og um skynsamlega nýt- ingu þeirra um alla framtíð. Ég vona að framtíðin eigi eftir að sanna heiminum, að við höfum gert hið rétta í þessum málum og að við stöndum undir þeim skyldum, sem við höfum á okkur tekið. Svo langar mig að lokum að minnast á eitt atriði, sem er þýðingarmikið, þegar i'ætt er um stöðu íslenzkra fiskveiða í Ev- i'ópu í dag og í framtíðinni. Ég hef áður minnzt á, að telja mætti íslenzkar fiskveiðar að fullu samkeppnis- færar við fiskveiðar annarra Evrópuþjóða, hvað afköst snertir og gæði fisks, sem afl- ast. En hvað þá um samkeppnina á mörk- uðunum? Þar var áður minnzt á þá erfiðleika, sem viðskiptalegar verndarráðstafanir valda °g geta valdið. En það eru til aðrar ráðstafanir, sem ei'u engu síður hættulegar frá okkar sjón- armiði séð og geta, út af fyrir sig, gert að engu góða aðstöðu frá hendi náttúr- unnar. Hér á ég við hvers konar styrki til fiskveiðanna, sem um langt árabil hafa tíðkazt og hafa í sumum tiifellum færzt 1 vöxt undanfarið. Þegar svo er komið er sem sé ekki um að það ræða lengur að heppa við eðlilega rekinn atvinnuveg held- ur við ríkissjóð viðkomandi lands. Og hvað þýðir það, eða getur þýtt, í þessu tilfelli? Nýlega er lokið athugun á þessum mál- um á vegum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París (OECD). Það fyrsta, sem vekur athygli við lest- ur þessarar skýrslu, er hinn mikli marg- breytileiki styrkjanna, sem sýnir oft mikla hugkvæmni. Þar er um að ræða beina styrki, sem miðast t. d. við landaðan afla, eða úthalds- tíma fiskiskipanna, styrki til bygginga fiskiskipa eða hagkvæm lán í sama skyni, styrki til að rífa gömul skip, sem miða að því að byggja ný, styrki til fiskvinnslunnar, styrki sem miða að því að lækka verð á útgerðarvörum svo sem veiðarfærum, beitu og olíu. — I öllum 18 löndunum eru einhverjir af ofangreindum tegundum styrkja, en mjög misjafnlega mikið, eða margir. Það er sameiginlegt yfirgnæfandi flestum styrkj- unum, að þeir koma úr viðkomandi ríkis- sjóði og eru þannig til orðnir úr pening- um skattborgaranna. Fyrir þau lönd, þar sem fiskveiðarnar eru tiltölulega lítill þátt- ur í þjóðarbúskapnum, en hjá flestum þess- um þjóðum er sjávarútvegurinn innan við 1% eða af þjóðarframleiðslunni (GNP), eru slíkir styrkir ekki mikið fjár- málalegt vandamál. Fyrir hinar, þar sem sjávarútvegurinn er veigamikill jDáttur í þjóðarframleiðslunni, 5% eins og er í Noregi eða 25% eins og á Islandi, verður málið miklu ei’fiðara viðfangs. Töluna fyr- ir Færeyjar þekki ég því miður ekki, en mér hefur verið tjáð af kunnugum manni að hún sé um 40%. Styrkir, eins og þeir, sem hér um ræðir, geta verið réttlætanlegir undir vissum kringumstæðum, svo sem t. d. ef um er að ræða algerlega tímabundna erfiðleika, sem unnt er að brúa með styrkveitingum, en sé um að ræða fast fyrirkomulag, sem eins og í mörgum tilfellum hefur staðið árum saman, og ekki er útlit fyrir neinn endi á, er um að ræða óeðlilega styrkveit-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.