Ægir - 15.08.1964, Page 18
260
ÆGIR
vera um 40 sjómílur suðaustur af Horna-
firði.
Yfirleitt má því telja, að meginátu-
svæðið sé um 70 sjómílur undan norður-
ströndinni, en gangi nær landi sunnan
Langaness og finnist þar, þegar komið er
út fyrir 200 metra dýpi.
Norskir og rússneskir fiskifræðingar
töldu almennt, að átumagn í hafinu aust-
an íslands væri heldur minna en í fyrra,
en á öllu hinu rannsakaða hafsvæði kom
glögglega í Ijós, að mjög snemma hafði
vorað á öllu hafsvæðinu,. og því var þör-
ungagróður og átumagn fyrr á ferðinni
en oftast áður.
Ætisgöngu norsku síldarinnar varð
fyrst vart um 100 sjóm. ANA af Langa-
nesi. Fyrstu 10 daga júnímánaðar þokað-
ist síldin vestur og norðvestur á bóginn,
en hélt síðan til hafs og dreifðist fyrir
miðjan mánuðinn, enda var mjög lítið
rauðátumagn á venjulegum síldarmiðum
úti af austanverðu Norðurlandi eins og
skýrt var frá hér að framan.
Rannsóknir á síldinni sjálfri sýna, að
hér var um að ræða mjög stóra síld, þ.e.
elztu árganga norska síldarstofnsins.
í byrjun rannsóknatímabilsins varð
einnig vart við nokkurt síldarmagn djúpt
úti af Austfjörðum og hefur þar sennilega
verið á ferð annar hluti norska stofnsins,
sem nú hefur gengið á Austfjarðamið.
Auk gömlu norsku síldarinnar er einn-
ig talsvert af yngri árgöngum norska síld-
arstofnsins í síldargöngu þeirri, sem nú
er á miðunum úti af Austfjörðum. Saman-
burður við fyrri ár sýnir, að ætisganga
norsku síldarinnar kom að norðaustur-
landi um svipað leyti og í fyrra. Á Aust-
fjarðamiðum er síldargangan hinsvegar
óvenjusnemma á ferðinni. — Athuganir
rannsóknaskipanna benda til þess að í
vor sé þessi ætisganga síldarinnar öllu
sterkari en í fyrra.
Á vestursvæðinu norðanlands hefur
venjulega verið komið nokkurt magn ís-
lenzkrar vorgotssíldar um miðjan júní-
Svo reyndist þó hvorki í ár né í fyrra, því
að verulegt síldarmagn fannst að þessu
sinni hvergi á vestursvæðinu.
Enda þótt nokkurt magn af yngri ár-
göngum norsku síldarinnar sé þegar geng-
ið á Austfjarðamið, fannst meginhluti
þeirra langt austur í hafi, og er ekki bú-
izt við að þessi yngri hluti norska síldar-
stofnsins gangi á Islandsmið fyrr en síðla
sumars.
í stuttu máli má því segja, að eftirfar-
andi sé einkennandi fyrir ástandið á sjón-
um og síldargöngur á þessu vori:
Hitastig sjávar er um 1° yfir meðallagi
og um 2° hærra en í fyrra.
Rauðátumagn er mjög lítið á grunnmið-
um norðanlands, en fer sennilega heldur
vaxandi á næstu vikum. Átuhámörk eru
einkum djúpt úti af Langanesi og úti af
Austurlandi, þar sem meginhluti norsku
síldargöngunnar er nú. — Búast má við
auknu magni ungrar síldar á miðin síð-
ari hluta sumars.
Af Islendinga hálfu sátu hinn sameig'
inlega rannsóknafund fiskifræðingarnir
Ingvar Hallgrímsson og Jakob Jakobsson
og dr. Svend-Aage Malmberg sjófræðing'
ur.
Allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina
ENSK LESTRARBÓK handa sjómönnum.
Þar er að finna ensk heiti ó öllum hlutum ó skipi og í dokk.
Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn
í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi.
Bókaverzlun ísafoldar.