Ægir - 15.08.1964, Page 19
ÆGIR
261
t
Minningarorð:
EÐVALD JÓNSSON
shipstjóri
Eðvald Jónsson skipstjóri og útgerðar-
^aður andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 21.
3úní síðastliðinn. Hann var fæddur 19.
toaí 1904 að Hofi í Mjóafirði. Foreldrar
hans voru Jón Árnason bóndi og kirkju-
°rganisti frá Hofi og Guðrún Einarsdóttir
frá Hofi í Garði suður. Hann var alla ævi
hraustur og þrekmikill þar til á síðast-
hðnu ári, að hann kenndi sjúkdóms þess
yfirbugaði hann eftir mjög erfiða bar-
attu er á leið.
Snemma hneigðist hugur hans til sjó-
^ennsku, sem varð hans aðalævistarf. —
Lengi gerði hann út vélbáta sjálfur af
ýaisum stærðum.
Ungur varð hann formaður, harðgerð-
u\' sjósóknari, og það svo að stundum
hótti fulldjarft telft, en alltaf tókst hon-
uai að koma skipi sínu heilu í höfn. —
Sýndu sumar sjóferðir hans að hann var
vaskur og góður stjórnari. Eftir að hann
eignaðist sína eigin báta og útgerð, gerði
hann sér mikið far um að hafa allan bún-
að á sjó og landi í góðu standi, búa báta
sína öllum öryggistækjum svo sem talstöð
og dýptarmæli og gúmmíbátum, þó sumir
bátar hans væru ekki stórir. Hann sótti
sjó um allt Austurland, mörg ár formað-
ur frá Hornafirði á vetrum, einnig stund-
aði hann sjó við Faxaflóa og Vestmanna-
eyjar, þar sem hann stundaði loðnuveið-
ar til beitu nokkrar vertíðir, ýmist á eigin
útgerð eða fyrir aðra.
Til marks um hirðusemi Eðvalds og
búnað bátanna, vil ég segja frá því, er ég
gegndi störfum skipaeftirlitsmanns á
Austfjörðum, var eitt sinn staddur hjá
mér fyrrv. skipaskoðunarstjóri Ól. sál.
Sveinsson, vorum við Ólafur á gangi út
við höfn, kom þá þar á báti sínum Eðvald
að bryggjunni. Hafði skipaskoðunarstjóri
þá orð á því að þessi bátur væri sér-
staklega vel útlítandi um allan búnað
og hirðusemi svo að til fyrirmynd-
ar væri. — Þessi ummæli skipaskoðun-
arstjóra segja það sem ég vildi mega
segja um Eðvald frænda minn þegar hann
er allur. Nokkurn þátt tók hann í félags-
málum sjómanna, sat á nokkrum fjórð-
ungsþingum Fiskifélagsins á Austurlandi.
Ekki verður hér sögð saga Eðvalds lengri.
Hann var giftur Hólmfríði Einarsdóttur
frá Hofi í Mjóafirði. Eignuðust þau 9
börn sem öll eru uppkomin, 6 dætur og 3
syni sem allir stunda sjóinn. Sendi ég svo
konu hans,. börnum og venzlafólki hans
öllu mínar innilegustu samúðarkveðjur og
bið þeim allrar blessunar.
Árni Vilhjálmsson.