Ægir - 15.08.1964, Qupperneq 25
ÆGIR
267
Erlendar fréttir
Frá Grænlandi
Minna um þorsk, meira af steinbít
við Grœnland.
Samkvæmt upplýsingum frá konunglegu Græn-
landsverzluninni nam þorskaflinn við Grænland
30 millj. kg. árið 1963. Af því magni fóru 20,7
»úllj. kg. í salt og frystingu, um 2,8 millj. kg..
«1 skreiðarframleiðslu og um 6,5 millj. kg. fóru
«1 neyzlu í Grænlandi.
Þorskveiðin dróst mjög mikið saman frá því
arinu áður, vegna óvenjulegra kulda og snjó-
komu fram í júnímánuð. Grænlandsverzlunin tel-
ur, að landanir af þorski hafi verið 36% minni
árið 1963 en 1962.
Árið 1963 varð framleiðsla á fullverkuðum
saltfiski aðeins 4600 lestir, en var 8200 lestir árið
a undan. Saltfiskverkunin er ennþá stærsti þátt-
urinn í fiskiðnaði Grænlendinga.
Þorskurinn brást, en steinbítsaflinn varð meiri
yið Grænland á árinu 1963 en mörg undanfarin
ar- Grænlandsverzlunin keypti 2300 lestir af
steinbít á móti 1700 lestum árið 1962.
útflutningsverðmæti frystra afurða var 7,2
núllj. kr. í fyrra, miðað við 9,2 millj. kr. árið
Þui' áður. En við fyrrnefnda upphæð bætist verð-
Uiæti birgða í Bandaríkjunum, sem seldar hafa
Verið samkvæmt samningi, en áætlað verð þeirra
ei' 2,9 millj. kr.
Verzlun með selskinn jókst um 42% frá því
yrið 1962 og var verðmætið um 5,3 millj. kr. á
árinu 1963. Blárefaskinn hækkuðu um 47% á
ai'inu 0g skinn af hvítref almennt um 18%.
Konunglega Grænlandsverzlunin sá um teikn-
jugar og smíði á 50 fiskibátum og strandferða-
batum fyrir grænlenzka sjómenn og ýmsar stofn-
auir þar í landi. Á þessu ári hefur verzlunin
þegar séð um smíði á 22 fiskibátum og 3 flug-
^átum til eftirlits.
(Fiskets Gang).
Frá Hollandi
^ iskframleiðsla og fiskverzlun Hollendinga
1963.
Heildarfiskafli Hollendinga árið 1963 varð
~®9 000 lest.ir, en var 254 000 lestir árið 1962 og'
-82 000 lestir 1961. Þrátt fyrir þessa aukningu,
sem einkum var að þakka betri útkomu á síld-
veiðuniun, lækkaði verðmæti aflans úr 160,7
millj. gyllina 1962 niður í 141,5 millj. árið 1963.
Saltsíldarframlciðslan varð 628 000 tunnur á ár-
inu, en var 448 000 tunnur árið á undan. Yerð á
saltsíld lækkaði því nær um helming, og sama
er að segja um verð fersksíldar, en af henni feng-
ust 53,7 millj. kg árið 1963, miðað við 34 millj.
kg árið 1962.
Minna barst á land af makríl en árið áður, eða
8,9 millj. kg móti 11,6 millj. kg 1962.
Af bolfiski veiddust árið 1963 samtals 31
millj. kg, að verðmæti 15 millj. gyllina. Þó hér
sé um að ræða aflaaukningu um 5 millj. kg frá
árinu áður, varð verðmætið ekld nema 0,6 millj.
gyllina meira. Afli helztu tegundanna varð sem
hér segir (í millj. kg): Ýsa 8,2 (5,8 árið 1962),
ufsi 4 (2,3), þorskur 6,7 (5,6) og lýsingur 10,2
(10).
Flatfiskaflinn jókst úr 35 í 36 millj. kg, en
verðmætið minnkaði úr 55,3 millj. gyllina í 48,8
millj. gyllina. Mest veiddist af skarkola, 20,8
millj. kg.
Rækjuaflinn jókst frá árinu áður, úr 5,3 í 8,4
millj. kg. Smávegis verðlækkun varð á rækjunni.
Af kræklingi fengust 838 000 tunnur árið 1963,
en 775 000 tunnur 1962.
Utflutningur á fiski nam 174 200 lestum árið
1963, en árið á undan voru fluttar út 176 000
lestir. Verðmæti útflutningsins lækkaði úr 190,8
millj. gyllina í 183 millj. gyllina.
Helztu viðskiptalöndin voru Frakkland, Belgía,
Vestur-Þýzkaland og Italía.
Utflutningur á saltsíld skiptist þannig: Vestur-
Þýzkaland 11 600 lcstir, Belgía 8 500, Frakkland
4 500 og Sovétríkin 4 900. Af fersksíld var mest
flutt út til Vestur-Þýzkalands, 8 300 lestir, þá
kom Belgía með 7100 lestir og Frakkland með
6 900.
Af öðriun fiski keyptu eftirtalin lönd sein liér
segir: Frakkland 11 600 lestir, Belgía 7 800, Vest-
ur-Þýzkaland 6 900 og Ítalía 2000.
A árinu 1963 jókst útflutningur til Austur-
Evrópu, einkum vegna síldarkaupa Sovétríkj-
anna.
(Fiskets Gang).