Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 7
ÆGIR 101 Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Noröur- og Austurlandi 1965 Síldveiðin fyr- ir Norðausturlandi og Austfjörðum á s. 1. ári var einstök í sinni röð. Veið- arnar byrjuðu fyrr en nokkurntíma áður. Heildarafli og afli einstakra skipa fór langt fram úr því, sem áður hafði þekkzt. Samt var afli mJög tregur á venjulegum síldarmið- Um fyrir Austfjörðum í júlí og fram yfir miðjan september, þ. e. á aðalsíldveiði- tíwanum, sem verið hefur. Algjör ördeyða var fyrir Norðúrlandi allt síldveiðitíma- bilið, sem að þessu sinni var frá 24. maí fi’am undir jól, er síldveiðum var hætt Vegna jólanna. . S. 1. sumar sóttu Islendingar í fyrsta ®inn á síldarmið alla leið norðan frá Jan ■^uyen og suður til Hjaltlandseyja. . \ iúlí- og ágústmánuði sótti fjöldi skipa ^ sildarmiðin við Hrollaugseyjar og fékkst Puv allgóð veiði, sem að mestu leyti var undað á Austfjörðum og í síldarflutninga- . ■*P- Alls tóku 10 skip meiri og minni þátt 1 sildarflutningum. . Síldin var óvenjulega mögur, einkum 1 hyi’jun veiðitímans, en árið áður hafði uumagn hennar náð hámarki. bengst af var síldin mjög misjöfn að ^i’ð og misfeit, jafnvel úr sama kastinu. verð á bræðslusíldarafurðum, lýsi og Jöli, var hagstætt. Þó fór lýsisverðið ækkandi, en mjölverð hækkandi, eið á sumarið og haustið. þegar Síldarútvegsnefnd tókst að semja um verulega hækkun á saltsíldarverði og eng- ir samningar voru gerðir um sölu salt- síldar til Sovétríkjanna, þar sem innkaupa- stofnun þeirra taldi sig ekki geta sam- þykkt hækkað verð og hliðstæða skilmála við þá, sem aðrir kaupendur samþykktu. Afli síldveiðiskipanna var mjög misjafn eins og áður. Skáru stærri skipin, sem lengra gátu sótt og athafnað sig í misj öfnu veðri, sig úr um góð aflabrögð, enda hættu flest smærri skipanna veiðum, þegar fram á haustið kom og veður tóku að gerast rysjótt. Síldarleit. Síldarleit var stunduð á varðskipinu Ægi, Pétri Thorsteinsson og Hafþóri. Kom hún að góðu liði. Jakob Jakobsson stjórn- aði leitinni lengst af. Er hann fyrir löngu orðinn átrúnaðargoð þeirra, sem við síld- arútveginn fást á sjó og landi fyrir þekk- ingu sína og áhuga í starfi. Hafa leiðbein- ingar hans og framsýni oft orðið að ómet- anlegu gagni fyrir síldveiðiflotann. Hin síðari ár má heita, að síldin sé hætt að vaða og var svo í sumar. Síldarleit úr lofti var stunduð um tíma í flugvél, sem hafði bækistöð á Akureyri. Af fyrrgreind- um ástæðum varð leitin árangurslaus. Hinsvegar kom fréttaþjónusta síldarleit- arstöðvanna að góðu gagni, bæði fyrir síldveiðiflotann og vinnslustöðvarnar í landi. Barði Barðason annaðist stjórn síld- arleitarinnar úr lofti og frétta- og hlustun- arstöðvanna á Siglufirði, Raufarhöfn og Dalatanga. Var ágæt samvinna milli hans og stjórnanda síldarleitarskipanna, svo og síldveiðiflotans.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.