Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 9
ÆGIR 103 undanfarin 4 ár í síldveiðinni norðanlands austan. Skv. yfirliti, sem Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, hefur gert, hefur þróunin á þessum fjórum árum verið þessi: >,Ár tslenzk síld: Norsk síld: 1962 ........... 53% 47% 1963 ........... 29% 71% 1964 ........... 13% 87% 1965 .......... 6,5% 93,5% Taflan sýnir þannig, að hlutur íslenzku síldarinnar hefur minnkað úr 53% 1962 í aðeins 6,5% á s. 1. ári. Full ástæða er til að ætla, að á sumri komanda muni síldar- afHnn norðanlands og austan eigi síður en a s. 1. sumri og hausti byggjast á göngum noi'ska síldarstofnsins á lslandsmið.“ Deilur um bræSslusíldarverSiS. Eins og fyrr segir byrjaði síldveiðin ^4. maí og var ágæt fyrstu vikurnar. Síld- ai’verksmiðjurnar höfðu flestar orðið ovenju síðbúnar vegna hafíssins, sem lá yrir Norðausturlandi og Austfjörðum rarn í miðjan maímánuð og vegna mikilla endurbóta, sem unnið var að hjá flestum Sl‘darverksmiðjum á þessu svæði. Fylltust þrær verksmiðjanna, sem næst asu miðunum 5. til 10. júní. Jafnframt °ni í ljós, að síld sú, sem aflaðist, var j^íög mögur. Var verðmæti afurða úr jverju máli bræðslusíldar af þeim sökum '/ —116 krónum minna á þessum tíma, en agetlað meðalverðmæti á venjulegum veiði- tlIUi a. Eigendur verksmiðja þeirra, sem verið tilbúnar að hefja vinnslu í byrjun eiðitímans, töldu sig ekki geta greitt nema g ‘ krónur fyrir málið af þessari síld, em^væri samt miklu hærra verð en greitt feii fyrir samskonar bræðslusíld á Suður- ^esturlandi skv. ákvörðun Verðlags- a s sjávarútvegsins. sín er^a^srað sjávarútvegsins hóf fundi o a Um bræðslusíldarverðið norðanlands nustan hinn 21. maí. Kom þá fram, að verð á síldarlýsi og mjöli hafði hækkað frá því um sama leyti árinu áður og einn- ig var reiknað með meira lýsismagni úr máli vegna hagstæðrar útkomu 1964. Námu þessar hækkanir alls 40—50 krón- um á mál. Hinsvegar voru horfur á því, að ekki myndi nást tilsvarandi hækkun á saltsíld, en verðmunur á bræðslusíld og síld til söltunar hafði farið minnkandi undanfarin ár. Ef þessi munur ykist enn, var talin hætta á því að svo erfitt myndi að fá síld til söltunar, að hætta yrði á því að saltsíldarmarkaðirnir töpuðust. Ekki náðist samkomulag um það í Verð- lagsráði að flutningasjóður síldveiðiskip- anna skyídi starfa áfram með svipuðum hætti og árinu áður. Að vísu mun ekki nema einn eða tveir fulltrúar hafa verið því andvígir, enda hafði starfsemi sjóðs- ins reynzt vel árinu áður. Hinn 18. júní, þegar haldnir höfðu ver- ið 11 fundir um bræðslusíldarverðið í Verð- lagsráðinu án þess að samkomulag tækist, var málinu vísað til yfirnefndar. Nefndin starfaði dagana 21.—25. júní. Hinn 24. júní voru gefin út bráðabirgða- lög, sem heimiluðu að taka kr. 10,00 gjald af hverju máli bræðslusíldar, er aflaðist á síldarvertíðinni eftir 15. júní, til verðjöfn- unar milli bræðslusíldar og síldar til sölt- unar og til greiðslu í flutningasjóð síld- veiðiskipanna og til þess að styrkja fersk- síldarflutninga af fjarlægum miður til Norðurlandshafna. Yfirnefndin kvað upp úrskurð sinn hinn 25. iúní. Skyldi verðið vera kr. 235,00 á málið, en kr. 10,00 á mál skyldi haldið eftir skv. heimildarlögunum frá 24. júní í því skvni, sem þar greinir, af þeirri síld, sem veiddist eftir 14. júní. Lægra verð, kr. 190.00 fyrir málið, skyldi srreitt fyrir síld. sem landað hafði verið fram til 14. júní. að þeim degi meðtöldum. Skv. bráðabirgðalögunum skyldi greiða af umræddu gjaldi styrk til flutninga á fersksíld af fjarlægum miður til Norður- lar.dshafna í tilrauna- og atvinnubótaskyni Framhald á bls. 107.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.