Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 6
100 ÆGIR Sveinlaugur Helgason fyrrum útgeröannaður og shipstjóri Sveinlaugur andaðist að heimili sínu á Seyðisfirði hinn 12. desember síðastliðinn. Hann var fæddur að Skógum í Mjóafirði 5. febr. 1890. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Há- varðsson — um árabil vitavörður á Dala- tanga — og kona hans Ingibjörg Þor- varðardóttir. Mestu sæmdarhjón. Ævistarf Sveinlaugs var allt bundið við sjávarútveginn, þykir mér því hlýða að biðja Ægi að geyma mynd af hon- um ásamt þessum línum. Hann ólst að nokkru leyti upp hjá Sveinhildi föðursystur sinni og manni hennar Þorsteini Ólafssyni, sem þá bjuggu í Haga í Mjóafirði. Sveinlaugur réðst ungur til trésmíða- náms, en sneri sér snemma að sjósókn og útgerð, á fyrstu árum vélbátaútgerð- arinnar í Mjóafirði. Eignaðist fljótlega vélbát sjálfur, gerði út sjálfur eða í félagi við aðra. Varð snemma formaður á vélbátum, stundaði lengi sjó frá Mjóa- firði og Seyðisfirði. Eftir að hann flutt- ist til Seyðisfjarðar var hann um mörg ár formaður hjá þeim Brynjólfi og Jóni Sveinssyni, sem gerðu út einn eða fleiri vélbáta frá Seyðisfirði á sumrum og Hornafirði á vetrum um mörg ár. Farnaðist Sveinlaugi vel á sjónum og kom alltaf skipi sínu heilu í höfn. Annað aðalstarf hans voru smíðarnar, á síðari árum mest skipasmíðar. Vann við bygg- ingu vélbáts eitt sumar í Danmörku, og var svo einn af þeim sem sigldi þeim bát heim að smíði lokinni. Skömmu síðar byggði hann sér 27 lesta bát í Njarðvíkum, sem hann lét heita eftir föður sínum, „Helgi Hávarðsson“, gerði hann út í nokk- ur ár. Rétt eftir 1940 var stofnuð Skipasmíða- stöð Austfjarða á Seyðisfirði. Varð Svein- laugur fyrsti framkvæmdastjórinn og jafnframt verkstjóri, starfaði þar í mörg ár. Eftir að hann hætti þar vann hann að smíðum af ýmsu tagi, svo að segja til síð- ustu stundar. Talsvert vann hann að félagsmálum útgerðarmanna. Reyndist þar tillögugóður og traustur félagsmaður. Heilsuhraustur var Sveinlaugur, en hin síðari ár munu fæturnir hafa nokkuð ver- ið farnir að þreytast, var það að vonum eftir miklar stöður á sjónum, og svo við smíðarnar í landi um langan aldur. Á síðasta ári fór hann til uppskurðar í Reykjavík, varð ekki annað séð en að sú aðgerð hefði tekizt vel. En svo kom kallið. Sveinlaugur var að eðlisfari traustur drengskaparmaður. Eftirlifandi kona hans er Rebekka Kristjánsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi. Sendi ég þeim og öðrum vandamönnum samúðarkveð j ur. Árni Vilhjálmsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.