Ægir

Volume

Ægir - 15.08.1967, Page 10

Ægir - 15.08.1967, Page 10
256 Æ GIR 3. júlí: Gott veður, skipin á svipuðum slóðum, en hafa þó fært sig heldur austar. Fá skip eftir á miðunum, en flest þeirra fengu afla. 16 skip tilkynntu 4140 lestir. 4. júlí: Veður var gott, en ekkert fréttist um veiði. Síld fannst á sömu slóðum og undanfarna daga, en hún stóð djúpt — allt niður á 120 faðma — og varð ekki til hennar náð. 5. júlí: Veður hélzt enn gott, skipin á svipuðum slóðum, eitthvað var kastað og smávegis fékkst. Þrír bátar köstuðu á 69°34’ n.br. og 6°33’ v.l., en fengu ekkert. 2 skip tilkynntu 380 lestir frá fyrri dög- um. 6. júlí: Gott veður fram eftir degi, en þá fór að kalda á austan. Skipin á svipuðum slóðum, en lítið fréttist um veiði. Hafþór fann nokkrar góðar torfur á 71° 12’ n.br. og 3° v.l. Bátar komu á staðinn og köstuðu með litlum árangri. 1 skip tilkynnti 230 lestir. 7. júlí: Veður fór batnandi og komið var gott veður er á daginn leið. Skipin héldu sig á tveim stöðum; 71° 12’ n.br. og 3° v.l., og 72°05’ n.br. og 2° a.l. Eitthvað var kastað með misjöfnum árangri. 1 skip fékk afla í Norðursjó og landaði í Fær- eyjum. 6 skip tilkynntu 1230 lestir. 8. júlí: Gott veður, en veiði lítil á sömu svæðum og í gær. Slattarnir sem fengust fóru yfirleitt í flutningaskip. 8 skip til- kynntu 821 lest. 9. júlí: Hægviðri, en svartaþoka með köflum. Aðalveiðisvæði á 72° 05’ n.br. og 3° a.l. Nokkur skip með góða veiði og mest var sett í flutningaskip. 1 skip landaði í Færeyjum afla, sem fékkst í Norðursjó. 24 skip tilkynntu 5758 lestir. 10. júlí Hægviðri og svartaþoka. Skipin stödd á 72° 05’ n.br. og 3° a.l. Lítil veiði. 6 skip með 1402 lestir. 11. júlí: Breytileg átt, 2—5 vindstig. Lít- il veiði, enda köstuðu fáir. Flotinn var dreifður frá 71°30’ n.br. og 2° 16’ v.l. að 72°40’ n.br. og 6°50’ a.l. 14 skip tilkynntu 2490 lesta afla. 12. júlí: Veður var gott, en lítil veiði. Aflinn sem tilkynntur var fékkst á svæð- inu frá 72°40’—50’ n.br. og 6°50’ til 8°45’ a.l. Lítið hefur orðið vart við síld annars- staðar. 10 skip með 1970 lestir. 13. júlí: Gott veður — lítil veiði. Sama veiðisvæði og í gær og auk þess fékkst eitthvað á 71°50’ n.br. og 0°10’ a.l. 15 skip tilkynntu 2380 lestir. 14. júlí: VSV kaldi á miðunum og veiði sáralítil. Annað veiðisvæðið á 72°20’ n.br. og 5° a.l., en hitt á 73°20’ n.br. og 9°45’ a.l. 7 skip tilkynntu 1000 lestir. 15. júlí: Gott veður, en mjög lítil veiði. Skipin á svipuðum slóðum. Þau sem lengst komust fóru norður á 74° n.br. og 11° a.l. 1 skip tilkynnti afla frá Hrollaugseyjum. 5 skip tilkynntu 850 lestir. 16. júlí: Veður var gott — veiðisvæði tvö, annað á 72°23’ n.br. og 2° 18’ a.l. og hitt á 72°40 n.br. og 7° 10’ a.l. 8 skip með 1230 lestir. 17. júlí: Gott veður, en lítil veiði sem fyrr. Tilkynnt veiði af sömu slóðum og áð- ur, nema 1 skip fékk afla í Norðursjó. 8 skip með 1660 lestir. 18. júlí: Sæmilegt veður — sama veiði- svæði í norðurhöfum. 2 skip lönduðu Norðursjávarafla í Færeyjum. 5 skip til- kynntu 1140 lestir. 19. júlí: Veður sæmilegt, kaldi ýmist á SA eða NA. Veiðisvæði á 72°20’ n.br. og 3° a.l. — nokkur skip komin á 10° a..l> en ekkert fréttist um veiði þar. 4 skip til- kynntu 650 lestir. 20. júlí: Sæmilegt veður — engar veiði- fréttir af norðurslóðum. Ur Norðursjó til- kynntu 2 skip 570 lestir. 21. júlí: Sæmilegt veður — veiðisvæði á 73° n.br. og 9° a.l. svo og 73°18’ n.br. og 12° a.l. — fremur lítið kastað. 6 skip með 986 lestir — mikið í flutningaskip. 22. júlí: Veður var gott á miðunum. Veiðisvæði á 73° n.br. og 9°—10° a.l. og fengu nokkrir góð köst á þessu svæði. 9 skip tilkynntu 1737 lestir. 23. júlí: Veiðisvæði hið sama og í g®1'- Gott veður. Töluvert fannst af síld, sem

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.