Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1967, Blaðsíða 19

Ægir - 15.08.1967, Blaðsíða 19
ÆGIR 265 Síldar- og hafrannsóknir Framhald af bls. 261 svæðinu frá 69° 30 N að 70° 20 N milli 1°00 V og 5° 00 V. Einnig var nokk- urt magn um 68° 45 N og 6° 00 V fyrstu vikuna í júní, en síldin dreifðist nokkuð í smærri torfur og varð því erfitt að veiða hana er leið á mánuðinn. Sunnantil á svæðinu, milli 65° 15 og 65°45 N austan 11° V. varð vart við nokkurt torfumagn, en þar reyndist um kolmunna að ræða. I ár hefur síldin því haldið sig allmiklu austar en venja hefur verið. Á sama tíma í fyrra miðuðust vesturtakmörk síldar- svæðisins við 8. lengdarbauginn, en þann 10. 1965. Að áliðnum maí og í byrjun júní- mánaðar gekk síldin nokkuð norðvestur á bóginn og eftir fyrstu viku júnímánaðar virtist hún yfirleitt dreifa sér í smærri torfur um og norðan 70. breiddarbaugs. Ástæðan fyrir hinni austlægu dreifingu síldarinnar er talin vera hinn óvenjulegi sjávarkuldi, en einnig er hugsanlegt að mikið rauðátumagn djúpt í hafi austur og norðaustur af landinu hafi að nokkru tafið vesturgöngu hennar. Með tilliti til hins lága sjávarhita er talið líklegt, að síldin muni halda sig djúpt í hafi suð- austan og austan Jan Mayen fyrri hluta sumars og ekki ganga að ráði vestur á bóginn fyrr en í ágúst eða september. Er Ægir hóf aftur síldarleit upp úr 20. júní hafði veiðisvæðið færzt allmikið suð- vestur á bóginn og voru flest skipin þá um 68° 45 N og 8° 45 V. Svo virtist um tíma sem síldin hefði hafið göngu í átt til lands. Sú von brást þó með öllu, því er líða tók á mánuðinn gekk síldin norð-norðaust- ur eftir aftur. 1 lok fyrstu viku júlímánaðar er veiði- svæðið um 71° 15 N og 3—4° A og við lok mánaðarins eru flest skipin að veiðum um 72—73° N og 8—10° A. Yfir höfuð má segja að síldin hafi verið mjög erfið við- fangs það sem af er sumrinu. Hún hefir staðið djúpt og yfirleitt ekki komið á kast- fært dýpi nema endrum og eins. Síðari helming júlímánaðar og fyrstu dagana í ágúst hafa þrjú leitarskip, Ægir, Hafþór og Snæfugl leitað rækilega um svæðið austan íslands, allt frá Færeyjum norður fyrir Jan Mayen. Fram að þessu hefur yfirleitt ekki orðið vart við torfu- myndanir á þessu svæði nema lítillega sunnantil. Óvíst er þó hvort þar er um síld eða kolmunna að ræða, því torfurnar stóðu djúpt og þessvegna ekki hægt að ná sýnishornum. Samt sem áður verður að telja að nokkurt síldarmagn sé dreift um allstórt svæði austur af landinu, enda hafa leitarskipin orðið vör við líklegar lóðn- ingar innan um kolmunnaræmuna sem þarna er á stórum svæðum. Einnig hafa færeysk og norsk rekneta- skip fengið nokkurn afla á þessu svæði af og til. Vonir standa til að þessi síld muni þétta sig og mynda torfur á næstunni og gæti hún þá gefið af sér nokkra veiði þar til aðalmagnið gengur á Austfjarðamið síðar. L Ö G uin breyting á lögum nr. I 5. |an. lOSil, uin síldarverksmiöjur ríkisins. 1. gr. 1. málsgrein 4. o-reinar laganna orðist svo: Stjórn síldarverksmiðja ríkisins skal skipuð 7 mönnum til þrigg-ja ára í senn, sem hér segir: Sameinað Alþingi kýs fimm menn hlutbundinni kosningu, en ráðherra skipar tvo menn, annan eftir tilnefningu Landssambands íslenzkra út- vegsmanna og hinn eftir sameiginlegri tilnefn- ingu Alþ ðusambands Islands, Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Sjómannasam- bands íslands. Varamenn skulu kosnir og skip- aðir á sama hátt. Eigi skal þó kveðja varamann til starfa, nema aðalmaður óski þess eða hafi fallið frá. Noti aðilar ekki rétt sinn til tilnefn- ingar aðaimanns eða varamanns, skipar ráðherra þá án tilnefningar. Stjórnin kýs sér sjálf for- mann. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar g-ildi. Ákvæði til bráðabirgða: Núverandi stjórnarmenn halda umboði sínu til loka kjörtímabils síns. Þeir tveir stjórnarmenn, sem ráðherra skipar, skulu í fyrsta sinn skipaðir til sama tíma. Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1967.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.