Ægir

Volume

Ægir - 15.05.1968, Page 15

Ægir - 15.05.1968, Page 15
ÆGIR 173 5- mynd. Mánaðasveiflur á afla á togtíma og hlut- falli kvendýra i aflanum á tímabilinu maí—ágúst á samanteknum áruniun 1963—1967 við Suðausturland. Monthly variations in catch per trawling hour and Proportion of females in the catch over the period May to August during the years 1963—1967 at South- east Iceland. sér stað á tímabilinu maí—ágúst á afla á tog- túna og hlutfalli kvendýra við Suðvesturland a samanteknum árunum 1962—1967. Er veiði yfirleitt mest í maí, en fer minnkandi þegar líður á sumarið. Er meðalaflinn á tog- tíma á árunum 1962—1967 89 kg í maí, en ödnnkar þegar líður á vertiðina og nær lág- fliarki í ágúst 56 kg. Samtimis eykst hlutfall kvendýra úr 6% í maí í 27% í ágúst. 5. mynd sýnir mánaðarsveiflur á afla á togtíma og hlutfall kvendýra við Suðaustur- land á samanteknum áruntnn 1963—1967. Á þessum svæðum hefur veiði einnig verið mest í mai eða 115 kg á togtima, en smám saman niinnkað í 57 kg í ágúst. Einnig hefur verið aukning á hlutfalli kvendýra úr 5% í maí í 14% í ágúst. Upplýsingar frá svæði 169 eru heldm’ 6. mynd. Sókn eftir mánuðum á helztu veiðisvœð- unum árin 1962—1967. Fishing effort (1000 trawling hours) by months on the main areas during 1962—1967. ófullnægjandi, en gefa þó til kynna, að sama fyrirhæri sé þar einnig að finna. öll þau ár, sem hér eru tekin saman, sýna í meginatriðum þessi sömu einkenni nema hvað meðalafli á togtíma hefur minnkað og meðalhlutfall kvendýra í aflanum aukizt á tímabilinu 1962—1967 eins og áður var rætt (2. og 3. mynd). Sókn er fremur lítil í maí, en eykst stórlega í júní (sjá 6. mynd). Stuðlar þetta að hinni áberandi minnktm, sem verður á afla á togtima í júní miðað við maí. Sú staðreynd, að hlutfall kvendýra í afl- anirni eykst í samræmi við þá lækkun sem verður á aflamagni á togtíma frá maí til ágúst, styður, að um áhrif frá veiðunum fyrri hluta sumars sé hér að ræða. Þannig getur mikil sókn í júní og júlí valdið aukningu á hlutfalli kvendýra í aflanum, sem nær há- marki í næsta mánuði á eftir eða ágúst. Vitað er, að eðlilegar sveiflur eiga sér stað á hlutfalli kvendýra í aflanum. Thomas og Figueiredo (1965) hafa sýnt fram á, að hlut- fall kvendýra er mun hærra yfir sumarmán- uðina en á öðrum árstímum á miðunum við Skotland. O’Riordan (1964) skýrir frá svip- uðu fyrirbæri á miðunum við Irland. Fellst skýringin í því, að í maí klekjast leturhum- arlirfur út á þessum slóðum, en eins og áður var vikið að veiðist lítið af kvendýrum með- an eggin eru að þroskast og hrygnumar lifa

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.