Ægir - 15.05.1968, Síða 19
ÆGIR
177
til 30. sept. n. k. eins fljótt og það telur
fært.“
Hinn 8. maí varð síldarleitarskipið m/s
Hafþór vart nokkurrar síldar um 350—380
sjómílur austur af landinu. Stóð síldin á
120—200 faðma dýpi en kom þó upp á 12—
20 faðma skamma stund um lágnættið.
íslenzku síldveiðiskipin fóru ekki á síld-
veiðar fyrr en um mánaðamótin maí til
júní, að undanteknu einu skipi, m/s
Reykjaborg, sem fór á veiðar hinn 19. maí.
Fékk skipið urn 70 tonn 150 sjómílur NA
af Færeyjum hinn 26. maí og landaði afl-
anum í Færeyjum. Skipstjóri var Haraldur
Ágústsson.
M/s Harpa RE 342, skipstjóri Árni
Gíslason, landaði fyrsta aflanum, 265 tonn-
á Seyðisfirði hinn 3. júní. Hafði síldin
veiðzt um 0 gráðu lengdarbauginn frá
65°40' til 67°45' N br. Aflinn fékkst á 2
úögum.
Átta færeysk síldveiðiskip búin hring-
nót og kraftblökk stunduðu síldveiðar í
niaímánuði við Færeyjar og á þeim slóðum,
sem íslenzku síldarleitarskipin höfðu orðið
síldar vör, en öfluðu lítið eða um 300 tonn
a skip að meðaltali í maímánuði og var
síldin mjög mögur.
Sannaðist því af reynslunni að það
niyndi hafa verið óhagstætt fyrir íslenzka
síldveiðiflotann að fara fyrr á veiðar en
gert var.
Helmingi minni afli
samfara mikilli verðlækkun.
Alls nam bræðslusíldarveiðin á djúpmið-
um NA af landinu og úti af Austfjörðum,
er landað var á íslandi:
293.182 tonnum á móti 605.676 tonnum
1966.
Framleiðsla síldarlýsis og síldarmjöls
alls í landinu nam:
Síldarlýsi: Síldarmjöl
Árið 1967 65.300 tonn 75.600 tonn
— 1966 120.000 — 134.500 —
Útflutningsverðmæti síldarlýsis og síld-
armjöls:
Árið 1967 um kr. 777 milljónir
— 1966 um kr. 1.700 —
Útflutningsverðmæti bræðslusíldaraf-
urðanna, síldarlýsis og síldarmjöls, hefur
þannig rýrnað um rúmlega 54 af hundraði
frá árinu 1966 til ársins 1967, samfara því
sem kostnaðurinn við síldveiðarnar og
vinnsluna í landi hefur vaxið verulega.
Þar sem saltsíldarframleiðslan fór einn-
ig minnkandi varð um stórkostlegan halla-
rekstur að ræða hjá síldarútveginum á sjó
og landi. Áhrifanna af þessum gífurlega
taprekstri síldarútvegsins gætti í afkomu
þjóðarbúsins í heild og átti mikinn þátt í
því áð auka greiðsluhalla landsins í við-
skiptum við útlönd.
Bræðslusíldarverðið.
Framkvæmdastjóri og stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins hafði áætlað að unnt
myndi vera að greiða kr. 1,00 fyrir hvert
kíló bræðslusíldar, ef fellt væri niður um
helmingur af lögleyfðum fyrningar af-
skriftum, en með því að fella niður allar
fyrningar afskriftir kr. 1,10 fyrir kílóið.
Samkomulag um verðið varð ekki í Verð-
lagsráði sjávarútvegsins.
Hinn 31. maí úrskurðaði yfirnefnd
Verðlagsráðsins með oddaatkvæði for-
stjóra Efnahagsstofnunarinnar, Jónasar
Haralz, og með atkvæðum fulltrúa sjó-
manna og útvegsmanna en gegn atkvæðum
fulltrúa verksmiðjanna, að verð bræðslu-
síldar frá 1. júní til 31. júlí skyldi vera
kr. 1,21 fyrir kílóið.
Síðar var þetta verð framlengt frá 1.
ágúst til 30. september og síðan frá 1. októ-
ber til áramóta.
í aprílmánuði 1967 ákváðu Norðmenn
bræðslusíldarverðið N. kr. 22,50 fyrir
hektólíter miðað við 18% fitu. Er þetta verð
sem næst Isl. kr. 1,42 fyrir kílóið reiknað
með gengi ísl. krónunnar fram til 25. nóv-
ember s. 1. Hinn 10. okt. lækkuðu Norð-
menn verðið niður í N. kr. 14,29 fyrir