Ægir - 15.05.1968, Blaðsíða 20
178
Æ GIR
hektólíter éða í sem næst 90 aura íslenzka
fyrir kílóið. Var þetta lækkun frá vori til
hausts 1967 um 36,5% og ef miðað er við
árið 1966 um 57%.
Mjöff mikill taprekstur hjá
verksmiðjunum
Hjá síldarverksmiðjunum hér á landi
varð um mjög mikinn taprekstur að ræða,
þrátt fyrir lækkun bræðslusíldarverðsins.
Þannig nemur tap Síldarverksmiðia ríkis-
ins auk fyrninga kr. 33.647.971,01 á s. 1.
ári og er það langóhagstæðasta árið í
rekstri verksmiðjanna á 37 ára tímabili.
Upp í þetta tap hefur Síldarverksmiðj-
um ríkisins nú veri'ð greiddar kr. 8.289,-
966,00 úr gengishagnaðarsjóði, sem mynd-
aðist við gengisbreytinguna í vetur.
Styrkleikahlutföll íslenzku og
norsku síldarinnar.
I skýrslu Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, sem undirrituð er af Jakobi Jakobssyni
hinn 28. apríl s. 1., telur hann styrkleika-
hlutföllin í síldaraflanum norðanlands og
austan hafa verið þessi á undanförnum ár-
um:
Ár Islenzk síld Norsk síld
1962 .. ... 53 % 47 %
1963 . . ... 29 % 71 %
1964 . . . . . 13 % 87 %
1965 . . .. . 6,5% 93,5%
1966 . . 3 % 97 %
1967 . . . . . 0,8% 99.2%
Rannsóknir islenzku fiskifræðinganna
benda eindregið til þess, að síld sú, sem
veiðist á þessu ári NA og A af landinu
muni verða nær eingöngu af norskum
stofni.
Þátttaka í veiðunum.
Alls tóku þátt í veiðunum 148 skip á
móti 186 skipum 1966.
20 skip stunduðu veiðar nær eingöngu
sunnan og SV lands. Þrjú þeirra lönduðu
þó síldarafla frá Hrollaugseyjum á Aust-
fjörðum, en þrjú fengu engan afla.
Alls stunduðu því 168 skip veiðar í lengri
eða skemmri tíma á móti 205 skipum 1966.
67 skip héldu sig eingöngu á NA og A slóð-
um, en 84 skip fengu einhvern afla á báð-
um aflaslóðunum.
Heildarsíldveiðin.
Hér er talin síld, sem landað var á höfn-
um frá Bolungavík norður um land til
Djúpavogs og bræðslusíld flutt með e/'s
Síldinni til Reykjavíkur:
Ár: 1965 1966 1967
1 bræðslu, tonn 544.551 605.677 293.182
Uppsaltaðar tunnur . 403.961 383.815 317.656
Austansíld söltuð
sunnanlands 6.765
1 frvstingu, uppmæld-
ar tunnur 57.892 51.428 27.611
Útflutt síld ísuð, upp-
mældar tunnur ... 22.263 7.917 2.805’
Landað beint úr veiði-
skipum erlendis
Veiðisvæði fyrir
Austfjörðum, við
Færeyjar og í Norð-
ursjó, tonn ...... 7.801
*) Þessi tala mun ekki vera nákvæm.
Móttekin bræðslusíld hjá einstökum
verksmiðjum árið 1967, talin í tonnum:
Síldarverksmiðjur rikisins, Siglufirði .. 55.703 1)
—„— —- Húsavík .... 2.892
—„— — Raufarhöfn . 42.078
—„— — Seyðisfirði . 45.998
—— Reyðarfirði . 5.619 2)
152.290
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Ólafsfirði .. 1.307
Síldarbræðslan h/f, Dalvik .............. 1.052
Síldarv. Akureyrarkaupst., Krossanesi . 7.237
Síldarverksmiðjan, Þórshöfn ............. 2.578
Síldarverksmiðjan h/f, Vopnafirði ...... 15.029
Sildarverksmiðjan, Borgarfirði eystra .. 181
Hafsíld h/f, Seyðisfirði ............... 22.921
Síldarvinnslan h/f, Neskaupstað ........ 32.033
Hraðfrystihús Eskifjarðar h/í, Eskifirði 16.120
Fiskimjölsverksmiðjan, Fáskrúðsfirði .. 6.656
Saxa h/f, Stöðvarfirði .................. 2.557
Síldariðjan h/f, Breiðdalsvík ............. 796
Búlandstindur h/f, Djúpavogi ............ 2.327
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan, Rvík 28.183 3)
Einar Guðfinnsson, Bolungavík............ 1.700
Samtals 292.967 4)
1) Þar af flutti m/s Haförninn 52.062
tonn.