Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 7
ÆGIR 65 6) Þegar skipinu er snúið með vörpuna á botninum, er hægt að nota togmælana til að halda nægjanlegu togi á ,,slaka“ vírnum til að koma í veg fyrir að varp- an verði óklár. 7) Þegar kastað er eða híft flýta togmæl- arnir fyrir, með því að koma í veg fyrir óþarfa notkun á spil-hemlum í köstum og með því að í hífingu er hægt að halda víratogi eins og meðan togað var, með því að minnka togkraft á skrúfu þeg- ar hífingarhraði spils er aukinn. Það hefur lengi verið útbreiddur mis- skilningur meðal togaraskipstjóra að nauð- synlegt sé að halda fullum togkrafti á skrúfu meðan híft er, til að varpan verði ekki óklár og fiskur sleppi ekki. Þetta er misskilningur, þar sem hraði skipsins ræð- ur ekki hegðun vörpunnar, heldur eingöngu hraði vörpunnar í sjónum. Togmælarnir sýna að draga má 30—60% úr togkrafti skrúfunnar þegar híft er. Jafnvel þannig að skipið standi kyrrt í sjónum, en spilið hífi vírana inn með fjögurra mílna hraða. Með því að beita ekki skrúfunni á móti spilinu má stytta hífingartímann verulega og minnka slit á spili og veiðarfærum. Þess skal að lokum getið að hliðstæðan búnað er hægt að fá fyrir togbáta, drag- nótabáta og rækjubáta. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um búnað þennan, er hægt að fá þær hjá Tæknideild Fiskifélags Islands í Reykjavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.