Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 8
66 ÆGIR Gunnar Jónsson, fiskifræóingur: ^ Haf- og fiskirannsóknir SJALDGÆFIR FISKAR Á síðasta ári barst Hafrannsóknastofn- uninni fjöldi fiska til greiningar og rann- sókna. Fiskar sem höfðu talizt sjaldséðir fóru að veiðast í stórum stíl, enda farið að veiða á nýjum miðum og með nýjum veiðarfærum. Þannig fengust ýmsar mjóra- tegundir af grálúðumiðunum austanlands og rækjuslóðum norðanlands. Þá flykktust að okkur kræklar og hveljusogfiskar með rækjuaflanum við Kolbeinsey. Hér birtist listi yfir 23 fiskteg., allar veiddar á Islandsmiðum. Af þeim munu a. m. k. 12 eiga heimkynni sín í hafinu við Island — mismunandi djúpt og fjarri landi. Ástæðan fyrir því að þessir fiskar veiðast ekki oftar en raun ber vitni mun vera sú að ýmist eru þeir of smáir og smjúga því venjuleg veiðarfæri auðveld- lega eða þeir halda sig á slóðum þar sem veiðar hafa lítt verið stundaðar. Þessir fiskar eru t. d. rauóa sævesla, snarpi lang- hali, kambliríslingur, dílamjóri, hálfberi mjóri, tvírákamjóri, slcrautmjóri, fuórisk- il' krækill, marhnýtiU, stóri sogfiskur og hveljusogfiskur. Aðrir fiskar sem hér eru nefndir, þ. e. stóri földungur, lýr, rauö- serkur, brynstirtla, stóri bramafiskur, sandhverfa og sennilega einnig skjótta skata, hafáll, lúsífer, sædjöfull og surtla eru flækingar annars staðar að. 1. Skjótta skata - Raja hyperborea Collett. Þessi sjaldséða skötutegund veiddist í leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar á r/s Hafþór þann 3. desember á 67°14'N —19°15'V eða í námunda við Kolbeinsey. Dýpi var 500 metrar. Lengd skötunnar var 68 cm. Skjótta skata hefur áður veiðzt á 860—1040 metra dýpi undan Norðaust- urlandi. 2. Stóri földungur — Alepisaurus ferox Lowe. Þann 9. maí veiddi v/b Friðrik Sigurðs- son ÁR í net á Selvogsbankahrauni 155 cm langan stóra földung. 3. Hafáll — Conger conger (L.) I nóvember veiddi v/b Svanur RE hafál á línu á 40—50 faðma dýpi 10 sjm NNV af Garðskaga. Var þetta 108 cm langur hængur. V/b Ólafía GK veiddi 127 cm lang- an hafálshæng á línu útaf Grindavík þann 23. nóvember. Það merkilegasta við þessa hafála var að þeir voru báðir með fullþroskuðum sviljum, en mér er ekki kunnugt um að hafálar í því ástandi hafi veiðzt hér við land fyrr. 4. Rauða sævesla — Ciliata septentrionalis (Collett). Þessi kaldsjávarfiskur hefur verið frem- ur sjaldséður hér við land til skamms tíma en virðist ætla að verða alltíður fylgifisk- ur svörtuspröku og ætti að geta fylgt rækj- unni á djúpmiðunum norðanlands þegar farið verður að veiða hana. V/b Snæfugl SU veiddi a. m. k. tvæi' rauðu sæveslur s.l. sumar undan Austfjörð- um. Var önnur 30 cm en hin 34 cm. R/s Hafþór veiddi allmargar í námunda við Kolbeinsey á 67°04'N—19°15'V og 67°14' N—19°15'V. Sex fiskar voru mældir og kyngreindir og voru allir hængar 12—26 cm langir. 5. Lýr — Pollachius pollachius (L.) I byrjun *október veiddi b/v Júpíter 76 cm langan lý á Mýragrunni. A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.