Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1970, Blaðsíða 10
68 ÆGIR 17. Marhnýtill — Cottunculus microps Collett. Fimm marhnýtlar hafa komið í leitirnar á árinu. Þaraf veiddi v/s Snæfugl 4 útaf Austfjörðum síðla sumars. Voru þeir 18, 21, 21 og 23 cm langir. Þá veiddi r/s Haf- þór 1 marhnýtil þann 3. desember á 500 metra dýpi á 67°14'N—19015'V. 18. Stóri sogfiskur — Liparis liparis (L.) Um miðjan janúar veiddi m/b Ver IS tvo stóru sogfiska í rækjuvörpu útaf Bol- ungarvík. Voru þeir 74 og 98 mm langir. Þann 19. janúar veiddi m/b Haflína IS stóra sogfisk 11 cm langan í rækjuvörpu útaf Seljadal í Isafjarðardjúpi. 19. Hveljusogfiskur — Careproctus reinhardti (Kroyer). Upp úr maga svörtuspröku veiddri útaf Austfjörðum s.l. sumar af v/s Snæfugli kom 17 cm löng hveljusogfiskhrygna. R/s I-Iafþór veiddi feikn af hveljusogfiski 2. og 3. desember við Kolbeinsey eða nánar til- tekið á 67°04'N—19°15'V og á 67°14'N —19015'V. Á'fyrri staðnum voru 12 mæld- ir og voru þeir 8—13 cm langir en á síðari staðnum voru 13 mældir og voru þeir frá 6.5—15 cm langir. 20. Sandhverfa — Psetta maxima (L.) V/b Gissur ÁR veiddi 63 cm sandhverfu- hrygnu útaf Ingólfshöfða 12. september. Þann 4. nóvember veiddi v/b Ágúst Guð- mundsson 47 cm sandhverfu 20 sjm NA af Alviðruhömrum. 21. Lúsífer — Himantolophus grönlandicus Reinhardt. M/b Lómur KE veiddi 35 cm langan lúsífer 8. apríl á 58 faðma dýpi 9 sjm. NV af Stafnesi. 22. Sædjöfull — Ceratias holbolli Kroyer. Þann 19. júlí veiddi v/b Kristjana KE á. a. g. 80 cm langan sædjöful á 30—40 faðma dýpi á Iíælisvík. Var honum drösl- að lifandi í land og hélt líftórunni í nokkra daga í búri í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. 23. Surtla — Linophryne lucifer Collett. V/s Krossanes SU veiddi 30 cm langa surtlu þann 7. apríl á 50 faðma dýpi í Með- allandsbug (63°44'N—17°21'V). SUMMARY The following rare fishes were recor- ded by the Marine Research Institute in Reykjavik during 1969: Raja hyperborea, Alepisaurus ferox, Conger conger, Mac- roiurus berglax, Ciliata septentrionalis, Pollachius pollachius, Beryx decadactylus, Trachurus trachurus, Brama brama, Chiro- lophis ascanii, Lycodes esmarki, L. eudi- pleuostictus, L. rossi, L. seminudus, Artedi- ellus evropaeus, Icelus bicornis, Cottun- culus microps, Liparis liparis, Careproctus reinhardti, Psetta maxima, Himantolophus grönlandicus, Ceratias holbölli, Linophryne lucifer. ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR AUTRONICA — SPENNUSTILLAR (TRANSISTOR) AUTRONICA heldur speimunni stöðugri. Eru fyrirliggjandi fyrir 110 V. og 220 V. VARAHLUTA- OG VBÐGERÐAÞJÓNUSTA EINKAUMBOÐ: Laugavegi 15 Sími 116 20

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.