Ægir

Årgang

Ægir - 15.02.1971, Side 4

Ægir - 15.02.1971, Side 4
30 ÆGIR Sandgeröi: Þaðan stunduðu 20 bátar veiðar í janúar, þar af 19 með línu og 1 með rækjutroll. Aflinn var alls 1089 lestir í 240 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar. Hæstu bátar í janúar voru: 1. Steinunn gamla ........... 94 lestir 2. Mummi .................... 89 — 3. Bergþór .................. 87 — Keflavík: Þaðan stunduðu 34 bátar veiðar og var afli þeirra sem hér segir: Lestir Sjóf. Rækja 24 bátar með línu 881 183 2 — — net 39 15 4 — — botnvörpu 72 17 4 — — rækjutroll 24 18 34 bátar alls með 992 239 18 Auk þessa var afli aðkomubáta 76 lestir. Gæftir voru stirðar. Hæstu bátar á tíma- bilinu voru: 1. Manni (lína) .......... 111 lestir 2. Keflvíkingur (lína) .... 102 — 3. Jón Guðmundsson.......... 71 — Vogar: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar og afli þeirra alls 178 lestir í 42 sjóferð- um. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur í jan- úar var Ágúst Guðmundsson GK 95 með 105 lestir. Hafnarfjöröur: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 2 með línu og 2 með net. Aflinn var alls 48 lestir í 13 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Hæsti bátur á tíma- bilinu var Sigurjón Arnlaugsson með 34 lestir í 8 sjóferðum. Reykjavík: I janúar höfðu 11 bátar haf- ið veiðar frá Reykjavík, þar af 6 með línu og 5 með botnvörpu. Aflinn var alls 375 lestir í 28 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Hæsti bátur á tímabilinu var Ásþór með 98 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 15 bátar veiðar á þessu tímabili, þar af 13 með línu og 2 með net. Aflinn var alls 885 lestir í 176 sjóferðum. Gæftir voru stirðar fyrst fram- an af, en voru góðar seinni hluta mánað- arins. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Fram (lína) .............. 73 lestir 2. Runólfur (lína) .......... 72 — 3. Sigurfari (lína) ......... 71 — Rif: Þaðan stunduðu 7 bátar veiðar í janúar, þar af 6 með línu og 1 með net. Aflinn var alls 375 lestir í 76 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomubáta 69 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Hæstu bátar í janú- ar voru: 1. Saxhamar .............. 91 lest 2. Hamar .:............... 76 — Ólafsvík: Þaðan stunduðu 10 bátar veið- ar, þar af 9 með línu og 1 með net. Aflinn var alls 525 lestir í 130 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hæstu bátar í janúar voru: 1. Sveinbjörn Jakobsson .... 102 lestir 2. Matthildur ............. 85 — Grundarfjöröur: Þaðan stunduðu 7 bátar veiðar í janúar, þar af 4 með línu, 2 með rækjutroll og 1 með skelplóg. Aflinn var alls 246 lestir í 68 sjóferðum, þar af 5,2 lestir af rækju og 10,2 lestir af hörpudiski. Gæftir voru frekar stirðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Siglunes (lína) ......... 86 lestir 2. Ásgeir Kristjánsson (lína) 70 — Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 23 bátar veiðar í janúar, þar af 21 með skel- plóg og 2 með línu. Aflinn var alls 724 lest- ir í 200 sjóferðum, þar af hörpudiskur 586 lestir. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur í janúar var Arney með 91 lest í 13 sjó- ferðum. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í janúar 1971 Tíðarfar var ákaflega óstöðugt allan janúarmánuð, sífelldir umhleypingar, og sjósókn ei'fið af þeim sökum. Afli á línu var þó yfirleitt góður, og oft ágætur, þeg- ar gaf til róðra, en afli í botnvörpu var tregur allan mánuðinn. Heildaraflinn í mánuðinum var 3.731

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.