Ægir - 15.02.1971, Qupperneq 6
32
ÆGIR
þeir 81 lest í 278 róðrum, en í fyrra var
afli 11 rækjubáta frá Bíldudal 104 lestir
í 223 róðrum. Aflahæstu bátarnir nú voru
Vísir, með 9,7 lestir, Dröfn 7,4 lestir og
Garðar 7,0 lestir.
Frá verstöðvunum við ísafjarðardjúp
voru nú gerðir út 46 bátar til rækjuveiða,
og reyndist afli þeirra 251,7 lestir.
Er það 100 lestum meiri afli en á sama
tíma í fyrra, en þá voru gerðir út 29 bátar
til rækjuveiða í Isafjarðardjúpi. Þess ber
að geta, að veiðiheimildir bátanna eru nú
miklu rýmri en í fyrra. Má hver bátur nú
veiða 6 lestir á viku, en í fyrra var há-
marksaflinn bundinn við 3 lestir. Enginn
bátur náði leyfilegum hámarksafla fyrri
vikuna, en síðari vikuna náði Ægir há-
marksaflanum.
Frá Hólmavík og Drangsnesi voru gerð-
ir út 11 bátar til rækjuveiða, og öfluðu
þeir 70 lestir í mánuðinum. Fóru 37 lestir
til vinnslu á Hólmavík en 33 lestir á
Drangsnesi. Aflahæstu bátarnir voru Sig-
urbjörg með 8,5 lestir, Guðrún Guðmunds-
dóttir með 8,5 lestir og Birgir með 7,4 lest-
ir. I fyrra voru gerðir út 9 bátar til rækju-
veiða frá Hólmavík og Drangsnesi og öfl-
uðu þeir 91 lest í janúar.
AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR
í desember 1970.
Gæftir voru mjög slæmar, svo að línu-
bátar gátu sjaldan róið, og fiskaðist frem-
ur lítið, þegar farið var, sökum brælu. En
sjómenn töldu að fiskur væri á miðum.
Aðeins fjórir bátar stunduðu botnvörpu-
veiðar til heimalöndunar og fengu sumir
þeirra sæmilegan afla. Einn bátur var með
net og fékk hann reytingsafla.
Auk þess, sem landað var heima, sigldu
nokkrir bátar með bolfisk á erlendan mark-
að og margir öfluðu síld í Norðursjó, sem
seld var í erlendum höfnum.
Heildaraflinn, sem landað var í heima-
höfnum í desember varð 673,3 lestir, er þá
heimalandaður afli á árinu 1970 orðinn
26.054,7 lestir, en var á árinu 1969,
27.363,9 lestir. Er síld og loðna þá ekki
meðtalin. Afli Hornafjarðarbáta er hér
ekki talinn.
Afli í desember skiptist þannig á ver-
stöðvar:
Djúpivogur: Lestir
Skálavík SU 500 með línu 28,5
Stöðvarfjöröur:
Brimir með línu 13,7
Fáskrúðsfjörður:
Búðafell með botnvörpu 22,5
Hoffell SU 80 með línu . . 4,7
Hafliði SU 615 með línu 1,6
Samtals 28,8 lestir
Reyðarfjörður
Snæfugl SU 20 með net 59,6 2
Eskifjörður:
Hólmanes SU 120 með botnv. 41,7 3
Jón Kjartans SU m. bv. 107,2 2
Baugur ÍS 362 m. rækjut. 3.0 7
Sæljón SU 103 m. línu .. 7,7 2
Samtals 159,6 lestir
Neskaupstaður:
Kópur NK 100 m. línu .. 16,5 8
Gullfinnur NK 78 m. línu 18,6 6
Sæbjörg m. línu 12,7 8
Valur NK 108 m. línu .. 34,5 8
Stígandi NK 33 m. línu 27,8 8
Samtals 110,1 lest
Seyðisfjörður:
Bragi SU 210 m. línu .... 10,7 4
Vingþór NS 341 m. línu . . 12,3 6
Jakob NK 66 m. línu .... 8,9 7
Ólafur Magnússon EA 250 55.0 1
Aðrir bátar 13,4
Samtals 100,3 lestir
Vopnafjörður:
Brettingur NS 50 m. botnv. 72,0 2
Á Breiðdalsvík, Borgarfirði og Bakka-
firði var enginn afli lagður á land.
AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR
í janúar 1971.
Gæftir voru lélegar, en reytingsafli, þeg-
ar veður voru góð, en harðir straumar fyrir
Austfjörðum gera erfitt um línuveiðar í
bræluveðrum. Fjórir bátar fóru á botn-
vörpuveiðar, en afli þeirra var mjög mis-
jafn, meirihluti aflans var unninn í heima-
höfnum.